Kjúklingapasta með cajunkryddi

Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað?

Ég breytti uppskriftinni aðeins. Setti aðeins meira af cajun kryddi og fullt af grænmeti. Pastað var frábært og svo ótrúlega einfalt. Hvet ykkur til að prófa þetta, hvort sem er spari eða hversdags, algjört gúmmelaði. Fyrir ykkur sem ekki hafið tök á því að nálgast cajunkrydd hef ég sett inn einfalda uppskrift að því.

Cajun kjúklingapasta fyrir 4
4 kjúklingabringur, skornar í strimla
2-3 tsk cajun krydd
220 gr. tagliatelle, soðið “al dente”
4 matskeiðar smjör
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 pakki sveppir
1 zucchini
4 msk sólþurrkaðir tómatar, niðurskornir
2-3 bollar matreiðslurjómi (bolli um 235 ml)
1/2-1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 búnt basil, söxuð
1/2 búnt steinselja söxuð
Parmesanostur

Aðferð

 1. Blandið saman kjúklingi og cajun kryddi í poka/skál og nuddið kryddinu vel í bringurnar.
 2. Steikið grænmeti upp úr 1 msk. smjöri og rétt mýkið það, takið það svo til hliðar.
 3. Steikið kjúklinginn upp úr afganginum af smjörinu á pönnu við meðalhita í um 5-7 mín.
 4. Bætið útí öllu hráefninu sem eftir er (fyrir utan steinseljunni og parmesan) á pönnuna og hitið.
 5. Hellið öllu yfir pastað og blandið saman.
 6. Stráið steinselju og parmesan yfir. Saltið og piprið eftir smekk.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á því að nálgast cajunkrydd. Hér er ein einföld uppskrift.

CAJUNKRYDD
2 tsk salt
2 tsk hvítlaukssalt
2 1/2 tsk paprika
1 tsk svartur pipar
1 tsk laukkrydd (eða bara 1/2 tsk í viðbót af hvítlaukssalti)
1 tsk cayenne
1 1/4 tsk oregano
1 1/4 timian
Öllu blandað saman og geymt í lokuðu íláti.

6 comments

 1. Bakvísun: 10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012 | GulurRauðurGrænn&salt

 2. Guðmundur Erlendsson

  prófaði þessa uppskrift,gott bragð enn fannst hún heldur sterk á bragðið,spurning hvort ég hef gert rétt,enn ég sá í hinni uppskriftini var talað um 2 teskeiðar cajun enn hjá þér 3 msk.

  • Sæll Guðmundur go takk fyrir að láta mig vita, þetta átti að sjálfsögðu að vera 3 tsk og hef ég leiðrétt það. Leiðinlegt þegar að svona gerist, en prufaðu það endilega aftur.

   Kær kveðja og þakkir,
   Berglind

 3. Klara

  Þetta er fjórða uppskriftin sem ég prófa frá þér á átta dögum og þær eru hver annari betri.
  Kærar þakkir fyrir þær allar sama og hinar sem ég á eftir að prôfa.
  Kv Klara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: