Heimagert myntute

Ahhhh…heimagert myntute færir manni sól í hjarta

Ef ég ætti að velja kaffi eða te myndi ég klárlega velja einn rótsterkan espresso, sérstaklega í morgunsárið. Te drekk ég hinsvegar á kvöldin yfir vetrartímann og það kallar að sjálfsögðu á sófa og kósýteppi.
Ég fékk hinsvegar eitt besta te sem ég hef á ævinni smakkað þegar ég var á líbönskum stað á Spáni og þar fékk tedrykkja algjörlega nýja merkingu. Ég verð að læra að búa það til, en þangað til langar mig að gefa ykkur „uppskriftina“ að þessu dásamlega myntute og hvetja ykkur til að búa til eitt svona alvöru. Myntan er dásamleg jurt og ilmurinn sem kemur frá henni engri lík og sama hvernig virðar úti er sumarið amk. komið á heimilið. Einfalt og ótrúlega bragðgott.

Heimalagað myntute
2 bollar vatn (1 bolli hér er um 240 ml)
15 myntulauf (fínt að hafa þau á stiklunum)
2 msk hunang
1 sítrónusneið

Aðferð: Sjóðið vatnið. Kreistið myntuna lauslega og leggið hana í pottinn. Látið standa í 3-5 mínútur. Fjarlægið myntuna og bætið hunangi útí, blandið vel saman. Kreistið sítrónusneið útí.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: