Möndlu & trönuberjastykki

Litrík & ljúffeng orkustykki

Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn.

Hráefni
1 bolli möndlur (1 bolli ca 230 ml)
1 bolli pecanhnetur (eða valhnetur)
1 bolli haframjöl
1 bolli þurrkuð trönuber, söxuð (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
2 msk sesamfræ (eða t.d. hörfræ)
1/4 bolli hunang
3 msk kókosolía
1/2 tsk salt
1/4 tsk vanilludropar
1/4 tsk möndludropar
hnífsoddur kanill

Aðferð

 1. Bætið 1/2 bolla af möndlum, 1/2 af pecanhnetum og 1/2 af haframjöli í matvinnsluvél. Blandið þar til að er orðið fínmalað og látið í stóra skál. Saxið afganginn af möndlunum og pecanhnetunum gróflega og látið útí skálina. Bætið útí afganginn af haframjölinu, trönuberjum og sesamfræjum útí og blandið vel saman.
 2. Blandið saman hunangi, kókosolíu, salti, vanillu og möndludropum og kanil í lítinn pott við meðalhita. Hrærið þar til blandan hefur bráðnað, byrjar að freyða og eldið þá í 15 sek i viðbót. Hellið yfir hnetublönduna og blandið hráefnunum vel saman.
 3. Hellið blöndunni á ferkantaðan disk með plastfilmu. Þrýstið vel saman. Pakkið síðan inní plastfilmuna og setjið í frysti þar til að blandan hefur harðnað vel ca. 4 tíma.
 4. Takið úr ískápnum og skerið teninga. Pakkið hverju stykki inní plastfilmu/smjörpappír og setjið í kæli eða frysti.

6 comments

 1. Melkorka

  með þetta in the making núna? Ert þú með apríkósur í þinni uppskrift, eins og ég sjá glitta í eitthvað slíkt á myndinni:)

 2. Takk fyrir, hélt ég hefði haft í uppskriftinni við trönuberin (eða ávexti að eigin vali) það ætti að vera komið núna. Já apríkósur voru settar til helminga hjá mér, því fleiri litir því betra 🙂

 3. Melkorka

  ahhhaaa en fyrir dummís eins og mig sem fylgja ALVEG uppskriftum frá A-Ö, þá er sko eins gott að þetta standi, hehe;)

 4. Alexía

  Frábær síða hjá þér Berglind. Er búin að gera þessa uppskrift tvisvar á einni viku. Í seinna skiptið átti ég enga þurrkaða ávexti og notaði dökkt súkkulaði í staðin. Var ferlega gott.

 5. Bakvísun: 10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012 | GulurRauðurGrænn&salt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: