Fljótleg panna cotta

Panna Cotta er einn af þessum eftirréttum sem virðist alltaf hitta í mark og í algjöru uppáhaldi. Frosinn vanillubúðingur með hindberjasósu heillar alla sem á vegi hans verða. Tilvalinn í fínt matarboð eða yfir hátíðirnar og svo dásamlega einfaldur. Prufið og njótið!

Panna cotta með hindberjasósu (ca. 10 stk)
4 dl rjómi
2 1/2 dl kaffirjómi
150 gr. sykur
1 stöng vanilla
5 blöð matarlím
Aðferð: Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn, í 5-10 mín.Setjið rjóma, kaffirjóma og sykur í ipott. Kljúfið vanillustöng skafið fræin innanúr og setjið í pottinn. Hitið við vægan hita að suðu.Takið pottinn af hellunni áður en suðankemur upp. Kreistið vatnið úr matarlíminu, setjið það út í pottinn og hrærið þar tilþað er uppleyst. Setjið í form og frystið.
Ath. best er að nota sílicon form. Gott er að láta hana standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin fram.

Hindberjasósa
150 gr hindber
50 gr. sykur.
Aðferð: Setjið hindber í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið maukið í pott ásamt sykri og hitið við vægan hita. Hrærið í poottinum þar til sykurinn er uppleystur. Setjið í ílát og kælið.
Mér finnst gott að tvöfalda þessa uppskrift og eiga nóg af sósu.

Einfalt, fljótlegt og útúrþessumheimigott, njótið!!!!

3 comments

 1. Edda Sif

  Hræðsla mín á matalími er hér með fokin, skil eiginlega ekki hvaðan hún er sprottinn. Heppnaðist sjúklega vel og verður gert marg oft héðan í frá.

  • Edda Sif

   Gerði bláberjasósu þar sem ég er með óþol fyrir hindberjum og það var ekki síðra.

 2. Melkorka

  notaði dökkt agave sýróp í stað hvít sykurs í hindberjasósuna, alveg jafn gott og minna magn þá af sætunni sem þarf! Svona fyrir þá sem vilja forðast hvíta sykurinn;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: