Melkorku muffins

Í dag þann 30.september á yndisleg vinkona mín og mesta afmælisstelpa í öllum heiminum afmæli, Melkorka Árný Kvaran. Þessum muffins vil ég tileinka henni, enda eru þær eins og hún: Hreint ómótstæðilegar!

Melkorku muffins
1 bolli= 240 ml
3 bollar hveiti
3/4 bolli sykur
3 tsk lyftiduft
125 gr. hvítir súkkulaðidropar
125 gr. bráðið smjör
1 egg
1 bolli mjólk
1/2 bolli rjómi
1 tsk vanilludropar
200 gr. frostin hindber (eða ber að eigin vali)
Aðferð:

 1. Látið þurrefnin í hrærivélaskál.
 2. Blandið öllu hinu útí skálina (nema berjunum!!) hrærið vel
 3. Blandið berjunum varlega útí skálina. Ath hrærið varlega með sleif og ekki og mikið (viljum ekki að deigið verði bleikt, heldur frekar bleikar rendur í deiginu). Deigið er núna frekar þykkt og kressótt og það er bara perfecto.
 4. Látið í muffinsform
 5. Látið í 200°c heitan ofn í um 25 mín (30-35 mín ef þær eru stórar).
 6. Æðislegt að láta hvítt súkkulaði á toppinn.
  Ég læt yfirleitt smjörpappír í stór muffinssilikonform.

One comment

 1. Melkorka

  Get vottað það að þær líta ekki aðeins vel út eða heita fallegu nafni;) heldur bragðast hreint UNAÐSLEGA!!!! Bestu múffur sem ég hef nokkurn tíman smakkað!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: