Bjútífúl bláberjaís

Þennan ís getið þið borðað með góðri samvisku alla daga og í allar máltíðir. Hann er bara hollur og góður.. svo gaman þegar það fer svona vel saman. Nú er tilvalið að nýta bláberin og búa til ís á ótrúlega einfaldan hátt.

Bjútífúl bláberjaís
2 frosnir banana, niðurskornir áður en settir í frysti
1 bolli bláber, eða rétt rúmlega
1 cm engifer, maukað
1/4 bolli kasjúhnetur (látið liggja í bleyti í 4 tíma)
(2 msk möndlumjólk ef þarf)
Aðferð: Bananar settir í blandara og hrært þar til þeir eru orðnir mjúkir og kremkenndir eða í 1-2 mínútur. Bætið hinum hráefnunum útí nema möndlumjólkinni og hrærið. Ef þið þurfið að þynna blönduna getið þið bætt smá möndlumjólk útí.
Berið fram strax, ef ekki látið í frystinn og látið síðan aftur í blandarann í smá stund rétt áður en ísinn er borinn fram.

Grunnurinn hér eru bananarnir og hægt að leika sér með bragðið að vild. Hægt er t.d. að láta útí ber, mangó, ananas, meiri sítrónu, hafa hnetur eða sleppa þeim ofl ofl.

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: