Jógúrtpönnukökur með vanillusýrópi

Ljúffengur pönnukökubröns!

Amerískar pönnukökur standa alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift að amerískum jógúrtpönnukökum og heimagerðu vanillusýrópi svíkur engan.
Þið gætuð hugsanlega verið eins og ég og velt því fyrir ykkur af hverju þið ættuð mögulega að nenna að gera ykkar eigið sýróp þegar þið getið farið út í búð og keypt gott sýróp án nokkurrar fyrirhafnar. Það er ekkert sem útskýrir það betur en einmitt fyrsti bitinn af þessu himneska sýrópi….ommnommnommm

Amerískar jógúrtpönnukökur
2 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
3 msk sykur
1 tsk vanilludropar
3 egg
3 dósir af hreinni jógúrt
1/2 bolli smjör, brætt
Aðferð: Hrærið öllum hráefnunum saman og steikið á pönnukökupönnu.
Hér er hægt að leika sér með jógúrtin og vera með vanillujógúrt, jarðaberja, melónu og þær bragðtegundir sem ykkur langar í. Það getur ekki klikkað.

Himneska vanillusýrópið
1 1/2 bolli sykur
1 dós hrein jógúrt
1/2 bolli smjör
3 msk sýróp
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Aðferð: Látið sykur, jógúrt, smjör og sýróp í meðalstóran pott og hitið að suðu. Lækkið hitann og hrærið stöðugt í 5 mínútur. Bætið í pottinn lyftidufti og vanilludropum. Takið af hellunni blandið vel saman og berið fram með pönnukökunum.
Sýrópið er þunnt meðan það er heitt, en þykknar þegar það kólnar. Hægt að geyma í kæli.

9 comments

  1. Hildur

    Gerði þessar í morgunmat fyrir fjölskylduna með vanillujógúrti – vá hvað þær voru góðar!
    Hrikalega flottar uppskriftir hjá þér, frábær síða.

  2. Ásdís

    Gerði þessar i dag i annað skipti. Fyrst var eg með hreina jógúrt og þær voru æði enn í dag notaði eg bláberja og OMG þvílíkur uuunaður hahah… Já og eg gæti sko drukkið þetta sýróp!!
    Takk fyrir frábæra síðu eg er alltaf að elda nýja og nýja rétti héðan! Allir æðislegir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: