Einfaldi eftirrétturinn

Það er erfitt að trúa því að þessi réttur hafi aðeins tekið 5 mínútur!

Þessi eftirréttur er svo einfaldur í undirbúningi. Að auki er hann bragðgóður, lítríkur, fallegur og pottþétt hollur líka. Hér getur ekkert klikkað. Hægt er hægt að leika sér með framsetninguna  t.d. bera hann fram í litlum sultukrukkum eða í snaps glösum, sem er flott í standandi boð.
Mikilvægt er að nota gott múslí og í þetta sinn valdi ég Love Crunch múslí með dökku súkkulaði og berjum en það fæst í Kosti og bragðast unaðslega. Granateplin (pomegranate) fékk ég einnig í Kosti en það er ávöxtur sem er ótrúlega gaman að nota í hinar ýmsu uppskriftir, bragðgóður og fallegur.

Einfaldi eftirrétturinn fyrir 4
420 gr. grísk jógúrt
1 peli rjómi
1 vanillustöng
Love crunch múslí, bragð að eigin vali
Granatepli
Agavesýróp

 1. Grískri jógúrt og rjóma hrært saman þar til stíft. Vanillu hrært útí.
 2. Myljið múslíið aðeins niður.
 3. Látið í glas múslí, jógúrtblönduna, granatepli og loks er agavesýrópi sprautað yfir.
 4. Borðað og notið.

Mér þykir best að ná fræjunum úr granateplinu með því að skera það í tvennt, láta það í kalt vatn og brjóta það síðan niður þannig að fræin detti niðrá botninn. Hella svo vatninu af.  Fljótlegt og hreinlegt.

5 comments

 1. Melkorka

  þetta lítur svo svaaaaaaaaðalega vel út! Farin að kaupa þetta góða múslí og fallegu granatepli og skelli svo í svona eftirmat med det samme!

 2. Kata

  Nákvæmlega lúkkar svakalega vel og fékk alveg vatn í munninn við að lesa þetta… en svona fyrir fólkið sem reynir að gera aldrei neitt nema þekkja allt í uppskriftinni (og tilraunastarfsemi mánaðarins lokið með graskerskaupum), er hægt að nota e-ð annað en granatepli… t.d. bara ber?

  • Berglind

   Öll ber sem hugurinn girnist ganga hér. Gæti líka trúað að kirsuberjasósa (t.d. frá gamle fabrikken) myndi bragðast ótrúlega vel og þá væri hægt að sleppa sýrópinu.

  • Já Kata, jarðaber passa hér einstaklega vel við nú eða bláber, hindber eða bara ber að eigin vali. ef maður er ekki fyrir ber er hægt að láta súkkulaði eða eitthvað annað gúmmelaði yfir.

 3. Bakvísun: 10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012 | GulurRauðurGrænn&salt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: