Kjúklingapíta með rósapipar

Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt

Pítur eru einfaldur matur og getur auðveldlega verið holl og góð næring. Þær henta frábærlega í miðri viku þegar maður er oftar en ekki í tímaþröng. Þessi píta er hinsvegar ekki hefðbundin, heldur er hún létt og frískandi og alveg dásamleg á bragðið. Ef þið eigið ekki eitthvað af eftirtöldum hráefnum skulu þið ekki örvænta heldur bara sleppa þeim og prufa eitthvað annað sem þið eigið, það gerist ekkert og hún verður pottþétt áfram frábær. Þið selleríhatarar þarna úti getið því andað léttar.

Kjúklingapíta með rósapipar
2-3 eldaðar kjúklingabringur, skorinn eða rifinn niður
2-3 sellerí, smátt skorin
1 rauð paprika, smátt skorin
1 chillí, fræhreinsuð og smátt skorin
1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn
1 agúrka, smátt skorin
1 msk rósapipar, mulinn í morteli eða hvítlauspressu
sjávarsalt og pipar
1 msk estragon
1 búnt steinselja, smátt skorin
safi úr einu lime
1/4 bolli grísk jógúrt
1/8 bolli majones
1/8 bolli ólífuolía
Ristað pítubrauð

Aðferð..verður ekki einfaldara

  1. Blandið varlega öllu hráefninu, nema pítubrauðinu, saman í skál og smakkið til. Bætið við jógúrti, majonesi og olíu saman við eftir þörfum og smekk.
  2. Látið í pítubrauðið.
  3. Staldrið aðeins við og starið á þessa fegurð.
  4. Njótið

2 comments

  1. Melkorka

    jeminn hvað þessi lítur vel út, klárlega búin að lyfta pítu upp á hærra plan með þessari!

  2. Melkorka

    haha og ætla sko að reyna að fylgja lið 3 í aðferðinni, það er að segja ef ég get hamið mig frá því að ráðast til matar:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: