SúkkulaðibitaBomba

Ommnommmnommm……þessi eftirréttur er fyrir alla eftirrétta elskendur þarna úti.
Það tekur enga stund að skella í eina svona dásamlega stökka súkkulaði-karmellusnilld og upplifunin er himnesk. Skelltu tveimur stjörnuljósum í og þú ert komin með áramótaréttinn þetta árið. Það er engin þörf fyrir fleiri orð…þessi selur sig alveg sjálf!

SúkkulaðibitaBomban
1 bolli = 230 ml
230 gr smjör, mjúkt
1 bolli púðusykur
1/2 bolli sykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
2 1/4 bolli hveiti
1 tsk sterkt kaffi
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
230 gr. súkkulaðidropar

vanilluís
karmellusósa
súkkulaðisósa
rjómi
kokteil kirsuber

Aðferð

 1. Hitið ofninn á 180 °c
 2. Blandið saman smjöri, púðusykri og sykri og hrærið þar til þetta hefur blandast vel saman. Bætið þá eggjum og vanilludropum útí og hrærið saman.
 3. Blandið saman í aðra skál hveiti, kaffi, lyftidufti og salti. Bætið saman við blautu hráefnin og hrærið varlega saman. Bætið síðan súkkulaðidropunum útí og hrærið varlega.
 4. Smyrjið 33 x 23 cm form og látið deigið í formið.
 5. Bakið í um 25-30 mínútur eða þar til kakan er tilbúin. Kælið í forminu
 6. Skerið kökuna í nokkra teninga. Látið á disk. Látið ísinn yfir kökuna. Sprautið súkkulaði og karmellusósu yfir. Sprautið rjóma og toppið með kirsuberi.

Ertu búin..ertu búin..ertu búin..megum við núna? Og svo var kakan allt í einu búin!

2 comments

  • Sælar Anna Margrét,
   Ég vil nú byrja á því að þakka þér fyrir falleg orð, það er alltaf svo gaman að heyra að fólk hafi gagn og gaman að þessari síðu minni. Varðandi þessa súkkulaðikarmellubombu að þá stemmir það, þessi tiltekna uppskrift er frá pioneerwoman, rosa sukk, lúkkar geðsjúkt vel og er algjört nammi! Þér er algjörlega óhætt að kíla á þessa 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: