Girnilegt grænmetis lasagna

Var ég búin að segja ykkur að ég elska grænmeti? Allir þessir litir, form, lögun og öll þessi mismunandi brögð.
Ég er ekki grænmetisæta, en ég sæki klárlega mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er ýmiskonar grænmeti. Lasagna er réttur sem maður fær aldrei nóg af og á alltaf vel við og hentar bæði sem hversdagsmatur og spari.
Uppskrift að þessu lasagna fann ég á síðu þar sem áhugafólk um eldamennsku deilir sinni góðu uppskrift. Mér fannst þetta lasagna vera hreint út sagt dásamlegt og það skemmtilega við það er að þú getur haft hvaða grænmeti sem hugurinn girnist í stað kúrbíts  eins og t.d. sætar kartöflur, eggaldin eða grasker og breytt uppskriftinni algjörlega eftir þínu höfði, án þess að uppskriftin missi gæðin.
Girnilegt grænmetislasagna
3 laukar, skornir þunnt
1 msk timían + 1 tsk timían
4-5 kúrbítur (zucchini), skorin í sneiðar langsum
6 plómutómatar, skornir langsum
lasagnaplötur
basilpestó, mæli með að þið búið til ykkar eigin
1 stór dós kotasæla, vökvi lauslega síaður frá og hrært útí 1-2 msk rjómaost (ef vill)
1/2 bolli rifinn parmesanostur
fínrifið hýði af 1 sítrónu
1/2 búnt söxuð steinselja
1 poki rifinn mozzarellaostur
brauðmylsnur úr 2 vel ristuðum brauðsneiðum
1 msk dijonsinnep
8 msk ólífuolía
3 msk smjör
spínat

Aðferð

 1. Látið 2 msk af olíu og 1 msk af smjöri á stóra pönnu og hitið við lágan hita þar til smjörið hefur bráðnað. Bætið þá útí lauknum og 1 msk af timían og hitið á pönnunni í um klukkutíma eða þar til laukurinn er kominn með karmelluáferð.
 2. Hitið ofninn á 150°c.  Blandið saman í stórri skál zuccini ásamt 4 msk af olíu og saltið. Raðið á 2 bökunarplötur og bakið í 40 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt. Aukið þá hitann í 200 °c og eldið í um 10 mínútur eða þar til zucchiniið er orðið gyllt..
 3. Blandið saman í skál kotasælunni, parmesan, sítrónuberkinum, steinseljunni (nema 1 msk) og saltið og piprið.
 4. Bræðið á pönnu 2 msk smjör við meðalhita. Bætið 1 tsk af timian, 1 msk af dijonsinnepi og 1 msk af steinselju. Takið af hitanum og hrærið kröftuglega. Bætið brauðraspinu útí og blandið vel saman. Takið til hliðar
 5. Raðið nú hráefnunum saman í ofnfast mót:a. helming  af lauknum
  b. helming af zucchini
  c. helming af tómatasneiðum
  d. látið pastaplötur yfir allt
  e. pestó þvínæst yfir pastaplöturnar
  f. 1/3 af kotasælublöndunni
  g. spínat
  h. helming af mozzarellaostinum
 6. Endurtakið einu sinni enn í sömu röð og látið síðan brauðmylsnu yfir allt.
 7. Hitið í 175°c heitum ofni í 20 mínútur með álpappír yfir forminu, takið það síðan af og eldið í aðrar 40 mínútur eða þar til það fer að sjóða.
 8. Verði ykkur svo mikið að góðu!!

9 comments

 1. María

  Mmmm! Mjög girnileg uppskrift, gætiru útskýrt betur hvað þú átt við með „4-5 kúrbítur (zucchini), skorin í sneiðar langsum“ – þarf 4-5 kúrbíta í uppskriftina?

  • Já ég nota 4-5 kúrbíta í uppskriftina. Sker þau í sneiðar og raða þeim á 2 ofnplötur þar sem ég elda þau. Það er líka hægt að nota annað eins og sætar kartöflur eða grasker (butternut squash). Set inn mynd af því hvernig þetta lítur út með elduðum kúrbít.

 2. Bakvísun: 10 vinsælustu uppskriftir ársins 2012 | GulurRauðurGrænn&salt

 3. þetta er svooo vandræðalega gott…og þá meina ég vandræðalegt að borða fyrir framan aðra vegna stunanna…
  Frábær síða hjá þér! ég er aðdáandi númer eitt! TAkk fyrir mig!

 4. gulla bjarnadóttir

  Besta besta besta grænmetis lasagna sem ég hef smakkað og ég hef smakkað þau möööörg !! Takk fyrir frábærar uppskriftir !
  M.b.k
  Gulla

 5. Helga

  Ég var með þetta lasagna á páskadag ásamt öðru og öllum þótti rosa gott meira að segja mesti kjötkall sem ég þekki elskaði það 🙂 geðveikt gott!!!!

 6. Ásdís

  Ertu virkilega að láta laukinn malla í heila klukkustund ?! Mjög flott blogg hjá þér og girnilegar uppskriftir, takk fyrir mig 🙂

  • Sælar Ásdís,
   Jú hér er laukurinn á pönnunni við lágan hita í um klukkustund. Þannig gerir maður karmellaðan lauk sem er hreinn unaður. EN það er ekki hundrað í hættunni þó þú hafir hann í styttri tíma, þetta gefur bara öðruvísi og skemmtilegt bragð. En hvort heldur sem er að þá er þessi réttur ólýsanlega bragðgóður og ég mæli með því að þú prufir! Njóttu 🙂
   kveðja,
   Berglind

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: