Lax með krydduðu hnetukurli

Ég er búin að vera svo ótrúlega spennt að deila með ykkur þessum yndislega fiskrétti. Það er svo gaman að prufa sig áfram með góðan fisk og það kemur mér oft á óvart hversu fiskur getur verið fjölbreytt og skemmtileg máltíð. Með þessari uppskrift getið þið töfrað fram veislumáltíð, lax með krydduðu hnetukurli á ótrúlega einfaldan hátt og á stuttum tíma!  Uppskriftin er fengin frá foodnetwork. Verði ykkur að góðu og nammi namm!
Lax með krydduðu hnetukurli
1/2 bolli hnetur (t.d. valhnetur eða peacanhentur)
hnífsoddur chayenne pipar
1 msk sítrónusafi
1 tsk hunang
2 msk grilluð paprika, söxuð
3 msk olía
1/4 bolli fersk steinselja
sjávarsalt og pipar
2 msk salvía
1 tsk fínrifinn sítrónubörkur
Laxaflak

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°C. Látið hneturnar á bökunarplötu og ristið í 7-10 mínútur. Látið kólna. Saxið og látið í skál.
  2. Bætið í skálina cayenne, sítrónusafa, hunangi, paprikunni, 2 msk olíu og 2 msk af saxaðri steinselju. Bætið 1/2 tsk af salti og 1/2 af pipar.
  3. Hækkið hitann á ofninum í 200°C. Blandið saman 1 msk af ólífuolíu, 2 msk af steinselju, salvíunni, sítrónuberki, 1/2 tsk salti og svörtum pipar. Nuddið maukinu yfir laxinn.
  4. Látið í ofn í 12-14 mínútur eða þar til hann er fulleldaður (passið að ofelda hann ekki því þá verður hann þurr). Látið standa í 5 mínútur.
  5. Látið hnetukurlið yfir fiskinn og berið fram með góðu salati og cous cous, sætum kartöflum eða kartöflumús. Einnig er gott að gera chilí sósu með því að hræra sýrðum rjóma og sweet chilí sósu saman.

11 comments

  1. Bakvísun: Lax með krydduðu hnetumauki | Tvíbura gourmet

  2. Perla

    Mmmmm þessi er góð, Bjarni verður ánægður með þennan kvöldmat 🙂 átti að vísu ekki papríkuna notaði bara ferska græna en engasíður rosalega gott

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: