Stökkir súkkulaði & karmellubitar

Ég efast um að ég geti verið mikið spenntari yfir því að láta inn uppskrift eins og ég er núna. Ég er gjörsamlega að missa mig því þessir bitar eru R.O.S.A.L.E.G.I.R!
Karmellan er snilld, hún inniheldur ekki hreinan sykur, er ótrúlega einföld og mun hollari en þessi karmella sem við þekkjum best. Nú heyri ég alveg einhverja segja, ohhh döðlukarmella og einhverntíman hefði ég gert það sjálf, en burt séð frá allri hollustu að þá bragðast hún frábærlega! Rice Krispies gerir bitana stökka, hnetusmjörið kemur með milt hnetubragð og súkkulaðið er..tja nú einu sinni súkkulaði og klikkar aldrei. Fullkomnun!

2013-02-03 19.23.30


Stökkir súkkulaði & karmellubitar
2 1/2 bolli Rice Crispies eða annað blásið hrísmorgunkorn
4 msk agave sýróp
2 msk hunang
2 msk hreint hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
Salt á hnífsoddi

Aðferð

 1. Látið smjörpappír í form á stærð 20x30cm.
 2. Allt nema rice crispies sett í pott og brætt saman við vægan hita. Þá er þetta tekið af hitanum og rice crispies bætt út í. Hrærið þessu vel saman.
 3. Látið í formið og setjið í frysti á meðan þið gerið döðlukarmelluna.

Döðlukarmella
450 g döðlur
2 msk hnetusmjör
2 msk vatn eða möndlumjólk til að þynna karmelluna

Aðferð

 1. Setjið döðlurnar í skál og hellið yfir þær sjóðandi vatni. Látið standa í um 10 mínútur. Hellið þá vatninu frá og setjið döðlurnar í matvinnsluvél ásamt hnetusmjörinu og vökvanum. Blandið í amk. 5 mínútur eða þar til blandan er komin með áferð karmellu.
 2. Hellið karmellunni í formið og dreifið vel úr henni. Látið aftur í frystinn.

Súkkulaðitopping
150 g súkkulaði (t.d. 60%)
1 msk kókosolía

Aðferð

 1. Bræðið saman í potti og hellið yfir döðlukarmelluna.
 2. Látið í frysti í um 30 mínútur og skerið síðan í bita þegar blandan er orðin nægilega hörð.


8 comments

 1. Ragnheiður

  Þessi er mjög girnileg en er hægt að nota eitthvað annað en hnetusmjör.

  kv.Ragnheiður

 2. María Rós


  Þetta er aðeins of girnilegt en ein spurning. Þú talar um eina tsk. af vanillu, hvernig vanillu þá ? Sykur, dropa, essence eða vanillu úr vanillustöngum?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: