Grænmetisborgari úr sætkartöflum og kínóa

Þessi grænmetisborgari er jafnt fyrir ykkur sem elskið grænmetisborgara sem og ykkur hin sem haldið að ykkur líki þá ekki. Þeir eru snilldargóðir og ljúffengir. Þið getið notað venjulegt hamborgarabrauð eða bakað ykkar eigin, en ég notaði Lífskorn bollur frá Myllunni og það var hreint afbragð.  Ég ábyrgist þessa sko alveg!

sætkartöflur-moggi

Grænmetisborgari úr stærkartöflum og kínóa
2 meðalstórar sætar kartöflur (5-600 g)
1/4 bolli kínóa, óeldað
2 msk smjör
2 msk sýróp (marple/agave)
1/4 – 1/8 tsk chayenne pipar
1 bolli kál saxað (grænkál/spínat/rucola)
1/2 bolli peacan hnetur, ristaðar og saxaðar
svartur pipar
4 hamborgarabrauð

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru tilbúnar.
  3. Stappið þær og notið 2 bolla af sætri kartöflu.
  4. Hitið að suðu 3/4 bolla af vatni ásamt kínóa. Lækkið hitann og látið malla með loki á pottinn í um 8-10 mínútur eða þar til kínóa (get ómögulega beygt þetta) er orðið gagnsætt. Takið þá af hellunni og látið standa í um 5 mínútur.
  5. Í öðrum potti bræðið smjörið, bætið chayenne pipar og sýrópi út í. Hellið þessu síðan út í sætu kartöflumúsina, ásamt káli, kínóa, peacan hnetum og 1/2 tsk af salti. Blandið vel saman.
  6. Mótið 4 borgara úr blöndunni og látið á ofnplötu með olíusmurðan smjörpappír.
  7. Bakið í 35 mínútur og snúið einu sinni.
  8. Berið fram með sýrðum rjóma, guagamole, tómötum, rauðlauk og salatblöðum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: