Pastasalatið sem alltaf slær í gegn

2012-12-04 14.33.15

Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina ég hriiiikalega gott og það hefur varla verið haldin afmælisveisla án þess. Uppskriftin kemur upprunnarlega úr einni af betri íslenskum matreiðslubókum allra tíma eða Matreiðslubók Nýkaups að hætti Sigga Hall ef þið getið keypt hana einhverstaðar t.d. á fornbókasölu myndi ég hiklaust gera það, enda ótal margar frábærar uppskriftir og mest notaða matreiðslubókin mín sem sést á slettunum á næstum hverri blaðsíðu.

Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
fyrir 4-6
300 g pastaskrúfur
4 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu
2 msk basilíka
2 msk steinselja
2-3 hvítlauksgeirar
1 dl jómfrúarólífuolía
2 msk balsamikó-edik
1 tsk hlynsýróp (ég nota oft bara sýrópið í grænu dósunum)
4 msk furuhnetur, ristaðar á þurri pönnu
80 g pepperóni, skorið niður
1/2 krukka ólífur, t.d. grænar fylltar
kál, gott með en má sleppa
parmesan,rifinn
salt og pipar

Aðferð

  1. Sjóðið pastaslaufurnar í söltu vatni í um það bil 10 mínútur.
  2. Látið í matarvinnsluvél sólþurrkuðu tómatana, kryddjurtirnar, hvítlauksgeirana, jómfrúarólífrúarólífuolíuna, balsamikóedikið og hlynsýrópið.
  3. Keyrið í nokkra hringi og grófhakkið saman.
  4. Blandið saman við pastað og bætið út í furuhnetunum, pepperóni, ólífum og káli. Blandið öllu vel saman. Saltið og piprið að smekk. Stráið rifnum parmesan-ostinum yfir áður en salatið er borið fram.

3 comments

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: