Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið

Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Snilldin við bananabrauð er að því eldri og ljótari sem bananarnir eru því betri eru þeir fyrir bananabrauðið og nýtast því frábærlega í þennan bakstur. Hér er mikilvægt að nota gott hreint kakó, eftir því sem það er í betri gæðum því betra verður brauðið. Þetta klárast fljótt!

2012-12-12 15.10.39

Syndsamlega súkkulaði bananabrauðið
1 1/4 bolli hveiti
1/4 bolli hreint kakóduft
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
110 g smjör, mjúkt
1 bolli sykur
2 stór egg
2-3 aldraðir bananar
1/2 bolli sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli súkkulaðidropar

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið stórt brauðform.
 2. Blandið saman í skál, hveiti, kakó, lyftidufti og salti. Takið til hliðar.
 3. Hrærið smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum útí, einu í einu. Hrærið síðan þurrefnum saman við. Með hrærivélina stillta á lága stillingu bætið nú út í banana, sýrðan rjóma og vanillu. Bætið súkkulaðidropunum varlega út í með sleif.
 4. Hellið í brauðformið og bakið í um 1 klukkustund og 10 mínútur. Eða þar til sprungur eru komnar í brauðið. Prufið að stinga hníf í brauðið, ef ekkert deig kemur á hnífinn er það tilbúið.
 5. Þetta er svo dásamlegt að vanilluís myndi bara toppa syndina.

4 comments

 1. Bakvísun: 7 jólagjafahugmyndir matgæðingsins | GulurRauðurGrænn&salt

 2. Sigrún M.

  Sæl Berglind, var að prófa að gera syndsamlega súkkulaði bananabrauðið. Er í ofninum og lítur vel út 🙂 Sýnist vanta inn í uppskriftina hvar smjörið á að fara út í blönduna?

  • Takk fyrir þetta Sigrún, búin að bæta því inní, taldi eggin óvart upp tvisvar í staðinn. Kærar þakkir og vonandi finnst þér súkkulaðibananabrauðið dásamlegt eins og mér 🙂

 3. Sigrún M.

  Brauðið varð aðeins of blautt en engu að síður alveg syndsamlega gott 😉 Verður aftur sett í ofninn fljótlega!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: