Ristaðar & kryddaðar kjúklingabaunir

Kjúklingabaunir eru án kólesteróls en auðugar af próteini,kolvetnum og steinefnum og því  tilvaldar sem heilsusamlegt og gott nasl. Þetta nasl er hinvegar hrikalega ávanabindnandi! Ristaðar stökkar og bragðgóðar kjúklingabaunir, kryddaðar eftir smekk hvers og eins. Það tekur stutta stund að skella í svona, en ég mæli með að þið tvöfaldið uppskriftina þar sem þetta hverfur hratt…hrrraaaaattttt!

IMG_20130106_115819

Ristaðar kjúklingabaunir
1 krukka kjúklingabaunir, niðursoðnar
1 msk ólífuolía
1 tsk salt

Til bragðbætingar
Veljið um eitthvað af eftirtöldu:

 • Maple sýróp, hunang eða agave sýróp
 • Rifinn parmesan
 • Kanill, chillí, chayenne, karrý, hvítlaukskrydd, cumin.

Aðferð

 1. Hitið ofninn á 200°c.
 2. Blandið saman í skál kjúklingabaunum og ólífuolíu. Hellið á bökunarplötu með smjörpappír. Stráið salti yfir og því sem þið völduð til bragðbætingar.
 3. Ristið í um 30 mínútur eða þar til baunirnar eru byrjaðar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim og passið að þær brenni ekki.

5 comments

 1. Elva

  frábær hugmynd, hvernig baunir ertu að nota, niðusoðnar eða sýður þú þær sjálf eða hvernig er þetta??takkk fyrir flotta siðu

  • Ég keypti nú bara kjúklingabaunir í krukku frá Sollu, fást allstaðar t.d. í Bónus. Fljótlegt og einfalt og gott að nota svo krukkuna aftur undir ristuðu baunirnar, þeas ef maður borðar þær ekki strax.

 2. Sirrí.

  Rosalega gott. Ég setti helilng af cayenne pipar og heimilisfólkið úðaði þessu í sig á mettíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: