Dökkar súkkulaðiskífur með þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fræjum

Þessi dásemdar uppskrift kemur úr bókinni  happ happ húrra en höfundar hennar eru stofnandi veitingastaðarins Happ, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Erna Sverrisdóttir. Í þessari bók eru margar vinsælustu uppskriftir Happ, uppskriftir að hollum, ljúffengum og næringarríkum mat sem allir geta útbúið. Ég keypti mér hana á nýju ári og trúi ekki að ég hafi ekki fjárfest í henni fyrr enda er bókin gjörsamlega ómótstæðileg. Ef þið eigið hana ekki nú þegar og hafið áhuga á heilsusamlegum, bragðgóðum og fallegum mat þá skulu þið ekki hika við að skella ykkur á eitt eintak í næstu bókabúð.

Uppskriftin sem mig langar að deila með ykkur er algjör snilld og svo einföld að það hálfa væri nóg, dökkt súkkulaði með þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fræjum blandað saman og útkoman er ómótstæðileg. Frábært að eiga í ísskápnum og fá sér með kaffinu og tilvalið sem tækifærisgjöf…algjört nammi namm!

2013-01-07 11.06.41Dagsskammturinn af súkkulaði?

Dökkar súkkulaðisífur með þurrkuðum ávöxtum, hnetum & fræjum
2-300 g dökkt súkkulaði
hnetur eða möndlur að eigin vali, saxað
þurrkaðir ávextir og ber, saxað
allrahanda fræ, s.s. sesamfræ, graskersfræ, sólblómafræ, hörfræ, eftir smekk

Aðferð

  1. Bræðið súkkulaðið í potti við vægan hita.
  2. Setjið hluta af þurrkuðum ávöxtunum eða berjunum, hnetunumm og fræjunum saman við súkkulaðið. Hrærið.
  3. Hellið súkkulaðinu á bökunarplötu eða bretti, bæði klædd bökunarpappír. Dreifið jafnt úr súkkulaðinu. Þykkt fer eftir smekk.
  4. Sáldrið restinni af þurrkuðu ávöxtunum eða berjunum, hnetunum og fræjunum fallega yfir.
  5. Látið harðna og skerið eða brjótið í bita.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: