Heimsins besti kjúklingur

Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum.

Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur og ótrúlega bragðgóður kjúklingur með sætu sinnepsbragði. Hentar vel bæði hversdags sem og um helgar. Frábær máltíð með stóru F-i!

2013-01-25 18.16.332013-01-25 17.24.512013-01-25 18.08.24

Heimsins besti kjúklingur
4 kjúklingabringur
1/2 bolli (100 ml) dijon sinnep
1/4 bolli hlynsýróp
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
rósmarín, ferskt eða þurrkað

Aðferð

 1. Stillið ofninn á 220°c.
 2. Blandið saman sinnepi, sýrópi og ediki, smakkið til, ef ykkur finnst of mikið sinnepsbragð bætið meira af sýrópi saman við.
 3. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og hellið blöndunni yfir hann.
 4. Saltið og piprið.
 5. Látið inní ofninn í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 6. Stráið yfir söxuðu rósmaríni.
 7. Gott að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum og góðu salati.

19 comments

 1. Bakvísun: Laugardagur – góður dagur « Ullarsokkurinn

 2. Ásta Guðrún

  Gerði extra mikla sósu og bar fram með Tagliatelle og Parmesan. YUMMMM, allir hæstánægðir og hámuðu þetta í sig. Verður pottþétt gert aftur.

 3. Sigrún

  Þennan rétt var ég hrikalega spennt að prófa, enda mikill sinnepsaðdáandi. Prófaði að gera hann en átti þó ekki til rauðvínsedikið og sleppti því þá bara, en þegar byrjað var að borða þá var hann gjörsamlega óætur vegna yfirgnæfandi og sterks sinnepsbragðs!
  Er það bara þetta edik sem gerir þennan gæfumun? 🙂

  Annars alveg hreint frábær síða! Skoða á hverjum degi og svoo margt girnilegt. Takk!

  • Veistu að þú ert önnur manneskja sem segir þetta..ég stundi yfir því hvað hann var góður og hef fengið komment frá fjölda fólki sem elskar hann, en svo sumir sem gera það bara alls alls ekki. Get ekki ímyndað mér að það skipti reginmáli að hafa rauðvínsedikið. Greinilega að passa mig að kalla ekki eitthvað „best“ misjafnar skoðanir fólks..en samt skil þetta ekki hann er æði.

 4. Sigrún

  Hehe, mér fannst þetta einmitt skrýtið þar sem ég elska sinnep en þegar ég opnaði ofninn leit þetta alveg hrikalega vel út en mér sveið í alvörunni í augunum þar sem þetta var greinilega svona sterkt!

 5. Hildur

  ég nota hrísgrjónaedik í mína útgáfu. Líklega þarf bara einhvers konar edik, frekar en að sleppa því?

 6. Kristín Ingólfsdóttir

  Hljómar vel ! Seturðu rósmarín áður en hann fer í ofninn eða eftir á ? Kristín

 7. Mooney

  Prófaði þetta i kvold með hrísgrjónum og salati. Mjog einfold og góð uppskrift. Verður pottþett gert aftur og þa jafnvel með tagliatelle. Takk fyrir;-)

 8. Bakvísun: Kjúklingur í sinnepi | Binnubúr

 9. Katla Ósk

  Ég prófaði þennan en notaði hvítvínsedik í staðinn og hunang í staðinn fyrir sýróp. Fanst hann ekkert spes fyrsta 2 bitana en varð alltaf betri og betri en tók hann síðan með mér kaldan í nesti daginn eftir og það var held ég besti kjúklingur sem ég hef fengið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: