Döðlu & ólífupestó

Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að. Vinnufélagar mínir staðfestu það svo að þetta væri algjörlega út úr þessum heimi gott þegar ég gaf þeim smakk og báðu um uppskriftina. Þetta er svona ekta til að bjóða í saumaklúbbnum með góðu brauði eða hrökkkexi. Takk Karin fyrir þessa frábæru uppskrift!

2013-02-03 15.19.09

Döðlu & ólífupestó
Ein krukka af rauðu pestói (t.d. pestó frá Sacla)
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

Aðferð

  1. Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma ef tími gefst.
    Að sjálfsögðu má leika sér með hlutföllin og aðlaga að smekk hvers og eins.

5 comments

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: