Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín

Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar.

Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda einföld máltíð, holl, ódýr og hreint út sagt frábær á bragðið. Hér fara kjúklingaleggirnir í sparibúning.

2013-02-11 10.34.51Olía, sítróna, sítrónusafi,rósmarín og hvítlaukur
2013-02-11 10.40.40Litríkt og fallegt!
2013-02-11 11.28.55Girnó og gott!

Kjúklingaleggi með sítrónu og rósmarín
1 pakki kjúklingaleggir
1 sítróna, börkur og safi
3-4 msk ólífuolía
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar

Aðferð

  1. Rífið með fínu rifjárni hýðið af sítrónunni. Látið í skál ásamt ólífuolíunni, söxuðu rósmarín, safa úr sítrónunni og pressuðu hvítlauksrifi. Blandið saman og saltið og piprið.
  2. Látið kjúklingaleggina í skál eða poka og hellið blöndunni saman við. Nuddið kryddinu vel í kjúklinginn.
  3. Látið í ofnfast mót og eldið við 200°c hita í um 25-30 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir.

One comment

  1. Þetta hljómar vel, en nú hef ég heyrt oftar en einu sinni að ólífuolíu megi alls ekki hita því þá myndist einhver eiturefni. Hvaða olíu er hægt að nota í staðinn ef sú er raunin ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: