Litríka hráfæðikakan með hindberjamús

Fallegu litirnir, einfaldleikinn og hollustan voru það sem heilluðu mig við þessa girnilegu köku og ég var ekki lengi að skella í eina og koma þannig til móts við stigvaxandi sykurlöngun. Það er erfitt að klúðra þessari dásemdar hráfæðiköku sem gleður og hægt að sníða hana að smekk hvers og eins með því að láta t.d. bláber, mangó eða kakóduft í stað hindberja. Hér er allt í boði!

2013-02-21 13.02.28Litríka Hindberjahnetukakan
Botn
1/2 bolli möndlur (pekan hnetur eða valhnetur)
1/2 bolli mjúkar döðlur
1/4 tsk sjávarsalt

Fylling
1 1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í amk. 5 tíma eða yfir nótt
safi úr 2 sítrónum
fræ úr 1 vanillustöng
1/3 bolli kókosolía, í fljótandi formi
1/4 bolli hunang
1 bolli hindber (afþýdd ef frosin)

Aðferð

 1. Byrjið á að gera botninn og látið hnetur, döðlur og salt í matvinnsluvél á pusle þar til þetta hefur blandast hæfilega saman. Látið blönduna í 18-20 cm smelluform eða annað form að svipaðri stærð. Gott er að lata plastfilmu í botninn. Þrýstið létt á blönduna og passið að hún nái vel út í endann á forminu.
 2. Látið kókosolíuna og hunangið saman í pott, blandið vel saman og hitið við vægan hita.
 3. Látið í matvinnsluvél öll hráefnin sem eiga að fara í fyllinguna nema hindberin. Blandið saman í nokkrar mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
 4. Hellið 2/3 af blöndunni yfir botninn.
 5. Bætið hindberjunum út í afganginn af blöndunni og maukið saman í matvinnsluvél þar til blandan er orðin bleik. Látið varlega yfir hvítu fyllinguna.
 6. Látið í frysti þar til kakan er orðin hörð. Takið úr frysti um 30 mínútur áður en þið gæðið ykkur á henni. Skreytið með ávöxtum.

4 comments

 1. Halla Björg Lárusdóttir

  Vááá hvað mér líst vel á þessa! En ein spurning; er fyllingin súr? Mér finnst safi úr 2 heilum sítrónum eitthvað svo mikið? Þessi verður klárlega prófuð um helgina 🙂 Takk takk xoxo

  • Hæ Halla,
   Já alveg þess virði að prufa þessa. Mér fannst við fyrstu sýn og mikið að láta 2, en eftir að hafa prufað mig áfram að þá voru 2 sítrónur alveg perfecto og kakan ekkert súr.

 2. Sigurbjörg

  Þessi er yndislega góð, svo er hún líka svo falleg 🙂 Ég nenni reyndar yfirleitt ekki að láta hneturnar í bleyti í svona langan tíma, mér finnst töfrasprotinn alveg ráða við að mauka þær nógu fínt þó þær séu bara búnar að vera í bleyti í hálftíma eða svo.

 3. Gaman að heyra Sigurbjörg, já ef maður á fínan sprota að þá bara kílir maður á þetta! Þú verður svo að prufa hráfæði súkkulaðikökuna, hún er sko jafn góð ef ekki betri..rosaleg! Tekur 15 mínútur að gera hana, ekkert í bleyti ekkert vesen..allt í blandara og málið dautt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: