Kókoskarmellu brownie með pekanhnetukurli

Haldið ykkur fast, nú kynni ég til leiks eina rosalega súkkulaðiköku! Þessa gerði ég fyrir drengina mína sem voru komnir með meira en nóg af hráfæðikökunum hennar mömmu sinnar og báðu um eina svona ekta súkkulaðiköku. Þessi er reyndar svo miklu meira en bara ekta súkkulaðikaka, þetta er súkkulaðibomba! Hvernig getur eitthvað sem inniheldur kókos, karmellu, pekanhnetur og súkkulaði klikkað?

2013-02-23 11.35.37

2013-02-23 09.41.302013-02-23 11.40.54Kókoskarmellubrownie með pekanhnetukurli
150 g suðusúkkulaði
225 g smjör, mjúkt
2 bollar sykur
4 egg
1 bolli hveiti
1 tsk vanilludropar
300 g súkkulaðidropar, deilt niður í uppskriftinni
2 bollar kókosflögur
1 1/2 bolli pekanhnetur, saxaðar
1 dós (376g) sæt niðursoðin mjólk (condenced milk) fæst í Kosti, austurlenskum matvöruverslunum og stundum Hagkaup

Aðferð

 1. Hitið ofninn á 180°C. Smyrjið og stráið smá hveiti á form 33 x 23 x 5 cm (ég notaði reyndar hringlótt form í þetta sinn).
 2. Látið súkkulaðið í skál og inn í örbylgjuofn í um 30 sek. þannig að það bráðni þegar hrært er í því.
 3. Látið smjör og sykur í hrærivél og hrærið á meðalhraða þar til blandan er orðin létt og ljós.
 4. Bæði eggjum út í einu í einu og hrærið áfram. Bætið súkkulaðinu út í.
 5. Stillið hrærivélina á lágan kraft og bætið hveiti hægt út í. Hrærið þar til það hefur rétt blandast saman. Bætið þá vanilludropum og 150 g af súkkulaðidropum út í
 6. Látið deigið í formið og dreifið vel úr því. Stráið kókosi, 150 g af súkkulaðidropum og pekanhnetum yfir deigið. Hellið sætu niðursuðumjólkinni yfir allt saman.
 7. Látið í ofn og bakið í 50-55 mínútur eða þar til endarnir eru orðnir stökkir og kakan bökuð í miðjunni. Stingið í miðjuna áður en þið takið hana úr ofni og fullvissið ykkur um að hún sé bökuð, en blaut.
 8. Látið kólna að fullu áður en hún er skorin niður.

9 comments

  • Ertu búin að fara í Kost eða thailensku búðina t.d. á suðurlandsvegi. Annars að þá er ekkert mál að búa bara til sína eigin.

   125 ml sjóðandi vatn
   2 msk smjör, lint eða bráðið
   200 g sykur
   500 ml undanrennuduft
   Vatninu hellt í blandara eða matvinnsluvél og smjöri og sykri þeyttsaman við. Síðan er þurrmjólkurduftinu hellt saman við í 3-4 skömmtumog þeytt vel á milli.
   Þetta ætti að geymast í nokkra daga i kæli. (tekið af noatun.is)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: