Auðveldur appelsínu kjúklingur

Í nokkra daga hefur mig dreymt appelsínukjúkling og lét nú loks verða að því að elda hann í kvöld. Ég sá ekki eftir því þar sem hann vakti enga smá lukku hjá fjölskyldumeðlimum. Elsti drengurinn minn kom til mín áðan sérstaklega til að fullvissa sig um að þessi réttur færi örugglega inn á síðuna og sagðist geta borðað hann út vikuna án þess að fá leið. Ég læt nú ekki reyna á það en mæli engu að síður með þessum.

2013-02-24 17.10.59Þessi uppskrift er tilvalin þegar maður hefur lítinn tíma
en langar samt í eitthvað agalega gott, hollt og fljótlegt

Auðveldur appelsínukjúklingur
500 g kjúklingur (t.d. bringur eða leggi)
3 msk kókosolía
safi úr 2 appelsínum
fínrifinn börkur af 1 appelsínu
1 tsk fínrifið engifer
3 msk soyasósa
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 tsk sweet chilí sósa
3 vorlaukar, sneiddir smátt

Aðferð

  1. Látið saman í pott safann úr appelsínunum, appelsínubörkinn, engifer, soyasósu, hvítlauk og sweet chilí sósu. Stillið á meðalhita og látið sósuna malla og þykkna meðan þið eldið kjúklinginn.
  2. Skerið kjúklinginn í munnbita. Látið kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni þar til hann er fulleldaður og brúnaður eða í um 6 mínútur.
  3. Bætið kjúklinginum saman við sósuna og hrærið vel saman þar til kjúklingurinn er húðaður sósunni.
  4. Berið fram með vorlauknum og hrísgrjónum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: