Ómótstæðileg eplakaka

Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni vakt.

2013-03-01 18.03.52

2013-03-01 17.07.102013-03-01 17.15.002013-03-01 17.21.252013-03-01 18.03.56Ómótstæðileg eplakaka
125 g smjör, mjúkt
125 g sykur
125 g hveiti
3 græn epli, skorin í báta
kanilsykur
súkkulaðirúsínur

Aðferð

 1. Hnoðið saman smjör, sykur og hveiti þar til það er orðið að deigkúlu.
 2. Smyrjið eldfast mót og raðið eplabátunum í botninn.
 3. Stráið kanilsykri og súkkulaðirúsínum yfir eplabátana.
 4. Myljið deigið yfir blönduna.
 5. Látið inn í 200°c heitan ofn og bakið í um 30 mínútur eða þar til skorpan er orðin gullin.
  Berið fram með ís eða rjóma.

2 comments

 1. Heiðrún Finnbogadóttir

  Átti hvorki sykur né súkkulaðirúsínur. Notaði því púðursykur og bláber og þetta ER besta eplakaka sem ég hef smakkað! Æðisleg heit með ís og jafn góð ísköld með heitu te daginn eftir. Takk fyrir uppskriftina hún er komin á uppáhalds uppskriftalistann minn.
  Kv Heiða

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: