Holl og himnesk súkkulaðikaka

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er að hún er meinholl.

Með kökunni er uppskrift að hollu en ólýsanlega góðu hráfæði súkkulaðikremi. Einfaldari og fljótlegri í framkvæmd verður kökuuppskrift ekki og athugið hana þarf ekkert að baka!! Þessa verðið þið að prufa og munið að látið mig vita hvernig ykkur líkaði.

2013-03-03 18.46.04

Yndisleg súkkulaðikaka

2013-03-03 18.27.29

2013-03-03 18.28.272013-03-03 18.29.182013-03-03 18.32.49-22013-03-03 18.36.062013-03-03 18.54.46Hráfæði súkkulaðikakan
1 1/2 bolli valhnetur
1 1/2 bolli pekanhnetur
1 1/2 bolli döðlur,steinalausar
1 1/2 bolli rúsínur
6 msk kakó
2 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Látið allar hneturnar í matvinnsluvél og blandið vel saman eða þar til þetta er orðið eins og gróft mjöl.
  2. Bætið afgangi af hráefnunum í blandarann og blandið þar til þetta er orðið að deigkúlu með engum stórum bitum í.
  3. Mótið kökuna.
  4. Gerið seiðandi súkkulaðikremið.

Seiðandi súkkulaðikrem
1 bolli döðlur,steinalausar
1/4 bolli kakó
1/4 bolli kókosolía
3/4 bolli vatn

Aðferð

  1. Látið öll hráefnin í blandarann.
  2. Blandið saman á lágum styrk í upphafi en stillið svo á hæðsta styrk í dágóða stund. Það er gott að slökkva á honum og skafa með sleif meðfram hliðunum og halda síðan áfram.
  3. Seiðandi súkkulaðikremið er tilbúið þegar að engir bitar eru eftir af döðlunum.
  4. Hellið yfir kökuna og berið fram með t.d. rjóma eða ís.

22 comments

  1. arni

    Hvað er 1 1/2 bolli af döðlum og hnetunum ca mörg grömm svo maður sé ekki að kaupa of mikið af þessu því þetta er frekar dýrt hráefni 🙂

  2. Hulda

    Alveg frábært kaka! Sú besta sem ég held ég hafi smakkað ásamt karamellukökunni! Takk kærlega fyrir frábæra síðu 🙂

  3. Ella Bára

    Ég á eftir að prófa að gera þessa og hlakka ekkert smá til að smakka. Hvað geymist hún lengi í ísskáp og er í lagi að frysta hana ?

  4. Hrund

    fyrsta hrákakan sem ég bý til og líka fyrsta hrákakan sem ég smakka. Hún er svo góð að það er afar erfitt að trúa því að hún sé svona holl !

  5. Jenný

    Sæl
    Ég var að velta fyrir mér með döðlurnar, notar þú þessar sem fást í pokum í bökunarhillum eins og t.d. frá hagver eða þessar fersku sem eru oft í grænmetis/ávaxta kælunum í matvöruverslunum? 🙂

    • Hæ hæ Jenný, það er bara misjafnt. Skiptir kannski ekki öllu, en þessar mjúku eru náttúrulega voðalega gómsætar. Bara hafa þær steinlausar!
      Berglind

Skildu eftir svar við Berglind Hætta við svar