Ceviche lúða

Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar.

2013-02-23 18.24.39

Chevise lúða
800 g smálúða (eða annar hvítur fiskur)
safi úr 7 límónum
5-6 tómatar, skornir í teninga
2 avacado, skorin í teninga
1 rautt chillí, smátt saxað
1 rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 búnt ferskt kóríander

Roðflettið fiskinn og beinhreinsið og skerið í um 3×3 cm bita. Látið fiskinn í ílát eða grunnt fat og kreistið yfir hann límónusafa.  Látið plastfilmu yfir ílátið og geymið yfir nótt eða allt að sólahring í kæli. Skerið grænmetið niður og blandið saman við fiskinn um klukkustund áður en rétturinn er borinn fram.

4 comments

  1. Bakvísun: Ceviche lúða | LKL

  2. Jenný

    Þessi var í forrrétt hjá mér í júróvisjón matarboðinu, skipti bara lúðunni út fyrir risarækjur, alveg súper gott 🙂 Manburgers í aðalrétt og hráa sukkulaðikakan þín í eftirrétt. Þetta sló allt saman þvílikt í gegn 🙂 Takk fyrir frábærar uppskriftir 🙂

  3. kristín jónsdóttir

    Þessi uppskrift var í forrétt í stórafmæli í fjölskyldunni! 50 manns sem ALLIR höfðu sömu sögu að segja…. óendanlega gott og allir vildu meira 🙂 áfram BERGLIND… BÓK fyrir jólin 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: