Bountybiti með möndlumulningi

Þegar kókos og súkkulaði sameinast að þá gleðjast bragðlaukar mínir.  Nú ætlum við að taka Bounty og gera það enn betra. Ójá Bountybiti úr hráfæðilínunni með möndlumulningi er ekki bara falleg sjón heldur líka æðislegt á bragðið. Þið eruð enga stund að gera þessa með góðri hjálp frá töfrasprotanum eða matvinnsluvélinni.

2013-02-27 15.27.26

2013-02-27 15.26.11Bounty með möndlumulningi
Döðlubotn
1 bolli möndlur
225 g döðlur, steinalausar og mjúkar
1 tsk vanilludropar
1/8 tsk salt
4 msk kakóduft

  1. Látið hráefnin í matvinnsluvél og blandið saman þar til það er orðið að deigkúlu.
  2. Látið í 20×20 cm form.

Kókosfylling
1 1/2 bolli kókosmjöl
2-3 msk hunang eða agave sýróp
1/3 bolli möndlumjöl
1/4 bolli kókosolía, fljótandi
klípa af salti

  1. Blandið öllu vel saman og látið í formið yfir döðlufyllinguna. Þrýstið vel niður með skeið.

Möndlumulningur
1/3 bolli möndlur með eða án hýði, gróflega saxaðar
25 g 70% súkkulaði, brætt í vatnsbaði

  1. Stráið möndlunum yfir kókosblönduna. Hellið síðan súkkulaðikreminu yfir kökuna. Skerið í bita og  njótið.

2 comments

  1. Ég bara verð að segja þér að ég prófaði þessa um helgina og þeir voru svakalega góðir – slógu alveg í gegn! Ég held samt að næst myndi ég prófa að setja súkkulaðið áður en ég set möndlurnar – það hélst ekki nógu vel á bitunum þegar möndlurnar voru settar á fyrst…
    Þakka annars fyrir skemmtilega síðu, hér á ég eftir að sækja margar hugmyndir í framtíðinni!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: