Ómótstæðilegt epla nachos!

Epla nachos, ójá….“I kid you not“!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa.

2013-05-05 13.34.38

2013-05-05 13.34.21Ómótstæðilegt epla nachos
3-4 rauð epli, kjarnahreinsuð og skorin í sneiðar
1/2 sítróna eða límóna
4 msk hnetusmjör (fínt)
1 lúka möndlur, niðurskornar
1 lúka pekanhnetur
1 lúka kókosflögur
1 lúka súkkulaðidropar

Aðferð

 1. Raðið eplasneiðunum á disk og kreistið sítrónusafa yfir. Sýran í sítrónunni kemur hér í veg fyrir að eplin verði brún.
 2. Bræðið hnetusmjörið í potti og dreifið yfir eplin.
 3. Stráið möndlum, pekanhnetum, kókosflögum og síðan súkkulaðidropum yfir allt  og endið með því að dreifa fljótandi hnetusmjörinu yfir allt. Geymið í nokkrar mínútur og leyfið hnetusmjörinu að harðna örlítið.

Hér er ekkert heilagt og tilvalið að prufa sig áfram með t.d. ferskum berjum, hunangi, sýrópi, öðrum hnetum og þess háttar. Tilvalið að nýta það sem maður á nú þegar til. Athugið að það er erfitt að bræða gróft hnetusmjör, best að hafa það sem fínast.

9 comments

 1. Ásta Guðrún

  Prófað þetta í kvöld, átti bara hollustu hnetusmjör frá Sollu sem nb. er EKKI hægt að bræða, vantar alla óhollustu í það en þá skellti ég bara nokkrum af súkkulaðidropunum útí pottinn og þá tókst að bræða það. Það var svo sannarlega ekki síðra að hafa súkkulaðihnetusmjör brætt yfir 😀 Takk fyrir frábæran rétt. Sló í gegn í Europartíi hjá ungum sem öldnum

  • Snilld Ásta..frábær redding.
   Held annars að samlokuhnetusmjörið sé best til bræðingar. Takk fyrir að láta mig vita 🙂
   Kv
   Berglind

 2. Guðrún Guðmundsdóttir

  Sæl Berglind
  Þar sem þú gefur þetta upp sem LKL hvað er mikið af kolvetnum í 100 gr t.d. ? Ég er ansi hrædd um að það sé ansi mikið af kolvetnum í þessu bæði eplin, hnetusmjör möndlur, hnetur og súkkulaði allavega vel yfir 20 gr sem er dagskamtur fyrir fólk sem vill léttast Kveðja Guðrún

  • Blessuð Guðrún,
   Það er snilldin við þetta, þú getur valið það sem þú vilt hafa á eplunum, aðlagar þetta að því hvernig þú vilt hafa þetta og
   stjórnar þannig sjálf kolvetnamagninu. Þetta er ekkert heilög uppskrift, bara tillaga að MJÖG góðu snarli 🙂
   Kær kveðja
   Berglind

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: