Uppáhalds kjúklingasúpan

Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu mati súpunni enn betra bragð. Frábær súpa yfir sumartímann, yfir vetrartímann ..já alltaf!

2013-04-30 19.04.52

Kjúklingasúpa með kókosmjólk og ferskjum
1 stór laukur, skorinn
2 msk smjör
3 msk karrý
2 dósir saxaðir tómatar í dós með basil og oregano
2 stk kjúklingakraftur
vatn
pipar
1 dós kókosmjólk
1 dós ferskjur skornar í bita ásamt ferskjusafa
3/4 grillaður kjúklingur, rifinn

Aðferð

 1. Laukurinn er léttsteiktur á pönnu með smjöri og karrý.
 2. Tómötum bætt út í ásamt kjúklingakrafti.
 3. Fyllið eina af tómatadósunum af vatni og hellið út í.
 4. Kryddið með fullt af pipar og látið malla smá. Bætið þá kókosmjólkinni út í. Smakkið til og bætið út í rjóma eða kókosmjólk ef þurfa þykir.
 5. Kjúklingur, ferskjur og ferskjusafi sett út í rétt áður en súpan er borin fram.

9 comments

 1. Unnur

  Ég hef oft gert þessa súpu og það sem toppar hana algjörlega er að
  hafa rifinn ost, ristuð graskersfræ og ferskan kóríander í skálum og þá getur hver dreift því yfir súpuna eins og hann vill. Algjörlega ómissandi með 🙂

  • Lengi getur gott batnað Unnur, ég fékk bókstaflega vatn í munninn. Hef aldrei prufað ristuð graskersfræ í súpur, en mun klárlega prufa það næst þegar ég geri þessa..veit að það verður snilldin ein. Takk takk!
   Kveðja,
   Berglind

  • Sæl Jóna,
   Ég læt yfirleitt í kringum 2-3 sléttfullar en þú getur hæglega sett 1 msk til að byrja með og bætt svo út í ef þú vilt minna karrýbragð. Ekkert heilagt og um að gera að prufa sig áfram. Þessi er rosalega góð.

 2. Sandra Björg

  Prófaði þessa loksins og þú varst ekkert að grínast, hún er fáránlega góð þessi!

  Ertu samt að nota svona risa dós af ferskjum í súpuna? Mér fannst svo svakalega mikill vökvi í dósinni (og sætur!) að ég setti bara hluta af honum (ca helming) og fannst ferskjubragðið alveg nógu sætt og mikið….?

  • Nógu sætt..er það til???? 😉
   Þessi súpa er frábær – flott að þú ert sammála! Þarf bara að taka aðra mynd þannig að þessari elsku séu gerð betri skil! En þú ert greinilega ein af þeim sem dæmir ekki bókina eftir kápunni – prik á þig fyrir það!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: