Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos

Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri fyllingu.

2013-05-14 19.19.38

2013-05-14 17.58.342013-05-14 18.14.512013-05-14 18.49.57Kjúklinga Taquitos
225 gr rjómaostur
1/2 bolli salsasósa
2 msk límónusafi
1 tsk cumin (ath. ekki sama og kúmen)
1 tsk oregano
2 tsk chillíduft
1 tsk laukduft
salt og pipar
2 hvítlauksrif
1/3 bolli kóríander, saxað
1/2 rauðlaukur, saxaður
3 bollar kjúklingakjöt, fulleldað og rifið niður
2 bollar rifinn ostur
1 pakki tortillur

Aðferð

 1. Blandið saman í skál rjómaosti, salsasósu, límónusafa, kryddum, hvítlauk og lauk. Saltið og piprið. Blandið því næst osti, kóríander og rifnum kjúklingi saman við.
 2. Hitið tortillurnar á pönnu. Látið fyllinguna á tortillurnar og rúllið upp. Penslið tortillurnar með olíu.
 3. Bakið í 200°c heitum ofni í um 10-15 mínútur er það til tortillurnar eru orðnar stökkar.

14 comments

 1. olafia.g.kristmundsdottir@for.stjr.is

  Hva er etta fyrir marga ?

  Besta kveja, lafa.

  From: „GulurRauurGrnn&salt“ To: olafia.g.kristmundsdottir@for.stjr.is Date: 14.05.2013 20:52 Subject: [New post] Mexkveisla me kjklinga Taquitos

  Berglind posted: „a er oft gripi til ess a elda mexkskan mat essu heimili enda er a fjlskylduvnn matur sem krakkarnir eru alltaf hstngir me. essar kjklinga og ostafylltu taquitos eru hreint afbrag og fljtlegar framkvmd. Hefbundnar taquitos eru dj“

 2. Laufey

  Sæl Berglind,
  Hvaða tegund og stærð af tortillum notaðir þú samanber mynd í uppskrift?
  Virka voða girnilegar að sjá eða áferðin á þeim.

  • Sæl Laufey,
   Ég notaði meðalstærð af corn&wheat tortillum frá Santa Maria. Svo er þið steikið þær aðeins á pönnu uppúr smá olíu að þá verða þær enn girnilegri.
   Kveðja,
   Berglind

   • Laufey

    Ok…. takk kærlega fyrir þessar upplýsingar og allar þessar frábæru uppskriftir sem hægt er að matbúa, með litlum fyrirvara í dagsins önn.
    bestu kveðjur,
    Laufey

 3. Ólafía

  Útbjó þrefalda fyllingu í gær, þetta verður á matseðlinum í Eurvision partýinu í kvöld ; ) Takk fyrir : )

 4. Hulda

  Steikirðu kjúklinginn áður en hann fer inn í tortillurnar (og svo í ofn í svona stuttan tíma)? Og er kjúklingurinn í bitum, eða rífurðu hann niður?

 5. Sofia

  Vááá, þvílíkt gott! Ég var með þennan rétt í afmælisveislu. Sló algjörlega í gegn! Bar fram guacamole og sýrðan rjóma ásamt grænu salati. Sjúklega gott!
  Ég minnkaði chilipiparinn um 3/4 svo ungir sem aldnir gætu borðað vel 🙂

  Snilldarréttur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: