Púðursykurslaxinn sem allir elska!

Þessi laxauppskrift er gjörsamlega ómótstæðileg og því er að þakka himneskri púðursykursmarineringu. Reyndar er uppskriftin svo ómótstæðileg að hörðustu fiskihatarar sleikja diskinn sinn og biðja um meira og það er „true story“. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur og því sérstaklega hentugur svona í miðri viku.

2013-05-20 17.28.09

2013-05-20 19.13.32

Púðursykurlaxinn
700 g lax, beinhreinsaður
1 msk púðusykur
2 tsk smjör
1 tsk hunang
1 msk ólífuolía
1 msk dijon sinnep
1 msk soyasósa
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar

Aðferð

 1. Hærið saman í potti yfir meðalhita púðusykri, smjöri og hunangi þar til það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið út í olíu, sinnepi, soyasósu, salti og pipar. Leyfið að kólna í 5 mínútur.
 2. Látið marineringuna yfir laxaflakið og setjið í 175°c heitan ofn í um 20 mínútur. Fylgist vel með laxinum og varist að ofelda hann.

15 comments

 1. Silja

  Vá þetta væri eitthvað sem ég gæti látið karlinn minn borða 😉 En þú gleymdir að setja hversu mikinn púðursykur á að fara í uppskriftina 😉

  • Já mæli sko óhikað með að prufa þennan. Faðir minn sem er enginn fiskikall borðaði þennan með bestu lyst og ég hef aldrei séð börnin mín borða jafn mikið af fiski!

 2. Dagbjört

  Rosalega gott!! Ég veit líka fátt betra heldur en góða rétti sem krefjast lítils undirbúnings ; ) Mallar bara í ofninum á meðan maður græjar salat. Dásamlegt : )

 3. Bakvísun: Púðursykurlaxinn sem allir elska | LKL

 4. Katrín

  Meiriháttar góður og fjólskyldan sleikti öll útum…hafði smjörsteikt brokkólí gulrætur og fennel sem meðlæti…svakalega gott saman. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: