Góðar og grófar brauðbollur

Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn.

2013-06-04 14.30.18

2013-06-04 14.31.28

Grófar brauðbollur
1,5 kg hveiti
10 msk hveitiklíð
3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda)
1 dl sykur
1 dl olía
8 dl mjólk
1 dós kotasæla (lítil)
2 bréf þurrger + 1 dl volgt vatn
1 tsk salt

Aðferð

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman.
  2. Setjið mjólk, kotasælu og olíu saman í pott og hitið þar til það er orðið volgt.
  3. Leysið gerið upp í vatninu og setjið út í mjólkurblönduna.
  4. Hnoðið deigið og látið síðan hefast í 30 mínútur í skál undir rökum klút.
  5. Hnoðið deigið aftur og mótið síðan í bollur. Látið þær hefast í 20 mínútur.
  6. Bakið í 200°c heitum ofni þar til þær eru gylltar..

5 comments

  1. Gerður

    Bakaði þessar bollur áðan. Bestu bollur sem ég hef bakað og hef ég bakað brauð og bollur í mörg ár. Gerði 1/2 uppskrift svo Ktchenaid gæti hnoðað fyrir mig 🙂 Mæli með bollunum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: