Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat

Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi.
Ég kolféll fyrir þessu frábæra ferska rækjusalati sem er hreint út sagt það langbesta sem ég hef bragðað og fékk góðfúslegt leyfi Gunnars fyrir því að birta þessa frábæru uppskrift. Hvet ykkur til að prufa, hrein snilld!

2013-06-12 23.01.01

2013-06-12 23.04.12Fersk og bragðmikið LKL rækjusalat
250 g rækjur
1/2 agúrka, smátt skorin
2 litlir tómatar, skornir smátt
1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn
1/2 rauð paprika, smátt skorin
1/2 steinseljuknippi, saxað
3-4 msk vorlaukur, saxaður
sítrónusafi, að smekk
salt og pipar, að smekk
2 dl majones

Aðferð

  1. Afþýðið rækjurnar. Gott er að kreista þær laust svo safinn leki aðeins úr þeim.
  2. Blandið öllum innihaldsefnunum saman í skál. Kreistið safa út sítrónunni yfir og blandaðu majonesinu að lokum saman við. Saltið og piprið.

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: