Mangó raita

Þegar kemur að því að elda góðan mat er það oft meðlætið sem setur punktinn yfir i-ið. Með því að bjóða uppá spennandi meðlæti er oft hægt að hafa aðalréttinn sjálfan einfaldan og fljótlegan.
Ein af uppáhalds léttu sósunum mínum hefur til lengri tíma verið raita með agúrku og hefur hún verið gerð margoft á þessu heimili. Það var hinsvegar kominn tími á breytingar og í þetta sinn gerði ég þessa frábæru jógúrtsósu með mangó og vorlauk. Raita smellpassa með flestum réttum eins og fiski, kjúklingi og kjöti. Hún hentar einnig sérstaklega vel með sterkum mat og er mikið notuð í indverskri matargerð. Semsagt fljótleg, holl og sérstaklega bragðgóð jógúrtsósa sem ég mæli með að þið prufið.

2013-06-23 18.31.55-3

Mangó raita
1 stórt mangó, skorið í litla teninga
1 búnt vorlaukur, smátt skorinn
300 g hrein jógúrt
safi úr 1/2 lime
1/2 búnt kóríander, saxað

Aðferð

  1. Blandið saman í skál mangó, vorlauki og jógúrti.
  2. Kreystið limesafa út í og bætið síðan saman við söxuðu kóríander.
  3. Saltið og piprið eftir smekk og kælið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: