Bananabrauð með Nutellakremi

Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm!

2013-07-27 13.21.14-22013-07-27 13.21.31
Bananabrauð með Nutellakremi

240 g hveiti
30 g kókosmjöl
150 g sykur
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
3 bananar, vel þroskaðir
60 ml hrein jógúrt
2 egg, lítillega þeytt
6 msk smjör, brætt og kælt
1 tsk vanilludropar
60 g nutella

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 170°c. Smyrjið 2 lítil brauðform og stráið smá hveiti yfir þau.
  2. Blandið saman í skál hveiti, sykri, kókos, matarsóda og salti. Geymið.
  3. Blandið saman í aðra skál stöppuðum bönunum, jógúrti, eggjum, smjöri og vanilludropum. Bætið því svo saman við hveitiblönduna og hrærið varlega í um 10 skipti. Deigið á að vera þykkt og kekkjótt.
  4. Hitið Nutella í skál í örbylgjuofni í um 15 sek. Takið úr ofninum og hrærið aðeins í því. Látið síðan aftur inn í örbylgjuofninn í aðrar 15 sekúndur. Geymið.
  5. Hellið helmingi af deiginu í bökunarformin. Blandið því næst Nutella í deigið með því að láta það á hnífsodd og dreifa um deigið. Setjið afganginn af deiginu í formin og endurtakið með Nutella.
  6. Bakið í 25-30 mínútur. Stingið tannstöngli í brauðið til að athuga hvort það sé ekki örugglega tilbúið.
    …njótið!

2 comments

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: