Lakkrískubbar

Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka.

2013-08-05 18.56.46

Lakkrískubbar
500 g döðlur saxaðar smátt
250 g smjör
120 g púðursykur
5-6 bollar rice crispies
400 g rjómasúkkulaði
2 pokar lakkrískurl

Aðferð

 1. Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
 2. Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín.
 3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín.
 4. Skerið í bita og berið fram og njótið.

8 comments

 1. sniðugt! ég hef oft gert þessa hefðbundnu döðlu-rice crispie bita en ákvað að prófa þessa og þeir eru æði. Gerði reyndar karamellu yfir í staðinn fyrir rjómasúkkulaði og það er mjög gott 🙂

 2. Matthildur

  Hljóma alltof vel 🙂 Ætla að gera svona fyrir afmæli um helgina 🙂 Er mér ekk óhætt að geyma þetta í frysti þar til ég ber þetta á borð?

  • Sæl Matthildur,
   Jú það er í góðu lagi, bara passa að hafa þetta vel pakkað inn, þeas með filmu eða álpappír. En jú einmitt tilvalið að gera þessa lakkrískubba fyrirfram. Vonandi reynast þeir vel 🙂
   Kveðja
   Berglind

 3. Jane Petra

  Ég er búin að gera þetta nokkrum sinnum og þetta slær alltaf þvílíkt í gegn, nammi, namm :0)
  Ps. Ekki sleppa dóðlunum þó svo að þér finnist þær ekki góðar. Þeir sem hafa fengið þetta hjá mér fatta ekki að það séu döðlur í þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: