Uppáhalds afmæliskakan

Þegar afmæli er í vændum er það þessi kaka sem er bökuð á mínu heimili. Hún er dásamlega mjúk og bragðgóð og svo einföld að það er leikur einn að skella í hana. Hver veit hvað verður en hingað til hefur engin komin í stað þessarar að mínu mati og hún fær því fullt hús stiga!

2013-09-08 10.04.09

2013-09-08 10.03.22 2013-09-08 10.03.51

Uppáhalds afmæliskakan
200 g smjör, lint
300 g hveiti
400 g sykur
3 egg
35 g kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
250 ml vatn

Súkkulaðismjörkrem
180 g smjör, brætt
100 g kakó
800 g flórsykur
160 ml mjólk
2 tsk vanilludropar
1 tsk kaffi (má sleppa)

  1. Hrærið öll hráefnin fyrir kökuna saman. Skiptið niður á tvö smurð form. Bakið í um 20-25 mínútur við 180°c. Takið úr ofni og leyfið að kólna áður en kremið er sett á.
  2. Hrærið öll hráefnin fyrir kremið þar til allt hefur blandast vel saman.  Ef kremið er of þunn bætið þá flórsykri saman við, einni skeið í einu. Smyrjið kreminu varlega á kökuna með hníf.
  3. Berið fram og njótið.Ef þið viljið gera köku sem passar í ofnskúffu þurfið þið að tvöfalda uppskriftina af kökunni og baka í um 35 mínútur.

12 comments

  1. Guðmunda

    Hvernig hrærirðu hráefnunum saman? Þetta klassíska: smjör+sykur,+egg+rest eða blautefni hrærð saman og öll þurrefni bætt útí svo.

  2. Melkorka

    dash af ab-mjólk út í uppskriftina af botnunum og hún var luuuungnamjúk, blaut og góð líka:)

  3. Já Helga – en það er aljgörega eftir smekk – sumir vilja hafa kremið ljóst á meðan aðrir vilja hafa það dökkt. Prufaðu þig bara áfram með það!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: