Smoothie með mangó og kókosmjólk

Mér þykir fátt betra en að byrja daginn á góðum smoothie drykk. Það er einfaldur morgunverður, léttur í maga og eitthvað svo þægilegt við það að drekka ávexti og grænmeti. Í þessari uppskrift höfum við þrjú af mínum uppáhalds hráefnum en það eru mangó, kókosmjólk og mynta. Drykkurinn minnir óneitanlega á Mangó Lassa sem er indverskur jógúrtdrykkur sem er dásamlega svalandi og frábær með sterkum mat þar sem jógúrtin dempar sterka bragðið. Það var einmitt í Barcelona, þeirri frábæru borg, sem ég fór á fínan indverskan veitingastað þar sem var einmitt boðið upp á jógúrtdrykk með matnum og það var skemmtileg upplifun að drekka smoothie með flottum mat. Þessi drykkur fer því með hugann í sól, sumar og yndislegan mat…ahhhh sælla minninga.

2013-08-21 11.21.32-2

Mangó og kókosmjólkur smoothie
2 fersk mangó, afhýdd og skorin í teninga
250 g grísk jógúrt
100 ml kókosmjólk
200 ml mjólk að eigin vali
5 lauf fersk mynta (má sleppa)
klaki

  1. Látið öll hráefnin í blandara og blandið vel saman. Bætið við meiri mjólk ef drykkurinn er of þykkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: