Lakrids by Johan Bülow, gjafaleikur og uppskrift af lakkrískonfekti með hvítu súkkulaði

Ég er svo spennt að fá að deila með ykkur vörum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þær koma frá danska fyrirtækinu Lakrids by Johan Bülow sem sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís.

joi

Algjört nammi!

Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára gamall. Allt frá því að Johan var lítill strákur hafði hann verið heillaður af lakkrísrótinni og var hann sannfærður um að það ætti ekki einungis að nota hana í sætindi heldur einnig í matreiðslu, bakstur og jafnvel í bjór.

Flest okkar tengja lakkrís við ódýrt skandinavískt nammi, en hans sýn var sú að lakkrís gæti orðið partur af „gourmet“ upplifun. Núna 6 árum síðan er fyrirtæki hans Lakrids by Johan Bülow sem staðsett er í Bornholm í Danmörku orðið vel þekkt þrátt fyrir að vera líklegast minnsta lakkrísframleiðsla í heimi.

Einnig hefur verið bætt við línu fyrir þá sem vilja geta nýtt sér lakkrísrótina sem bragðefni í matreiðslu og bakstur. Markmið Johan Bülow var að lakkrís ætti að vera aðgengilegur öllum sem ljúffengt bragðefni og hentar þessi lína vel fyrir mataráhugafólk jafnt sem kokka. Lakrids gaf nýverið út matreiðslubók þar sem lakkrís leikur aðalhlutverkið og heitir bókin LAKRIDS I MADEN. Falleg bók með frumlegum og flottum uppskriftum sem engan ætti að svíkja.

Lakkris í matinn

Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur. Hér á Íslandi fæst þessi hágæðalakkrís í Epal.

Mikið er lagt upp úr fallegri hönnun og eru allar vörurnar þeirra konfekt fyrir augað. Jólavörurnar í ár eru hreint út sagt dásamlegar og henta vel bæði í aðdraganda jólanna sem og í jólapakkann.

9491279835_debf817871_c

Gylltar jólakúlur – varla að maður tími að borða þær..og þó!

jolakulurfullt

Fallegt – fallegra – fallegast!

MARSIPAN

Lakkrísmarsipan – næstum því of gott!

dagatal

Jóladagatal fyrir fullorðna – snilldin ein..

dagatall gjafabox

 Fallegar gjafaöskjur með jólakúlunum góðu

Við hjá GulurRauðurGrænn&salt ætlum í samstarfi við Epal að skella okkur í gjafaleik á Facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem allir vinir okkar eiga möguleika á að vinna þennan ómótstæðilega lakkrís. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig undir Lakrids færsluna og segja okkur af hverju þú ættir að vinna. Á næstu dögum verða svo fimm heppnir vinningshafar dregnir út. Þeir sem ekki eru með Facebook fá að sjálfsögðu einnig að taka þátt og geta þá skráð sig við þessa færslu.

NAMMI

Lakkrískonfekt með hvítu súkkulaði
Þetta er ein af þeim fjölmörgu uppskriftum sem má finna í uppskriftarbókinni frá Lakrids by Johan Bülow og er bæði einföld og fljótleg í gerð.
Gerir um 15 kúlur
100 g hreint marsipan
1/2 tsk kanill
1/2 – 1 tsk lakkrísduft (raw liquorice powder – fæst í Epal)
1 msk sterkt kaffi
150 g hvítt súkkulaði

Skreyting

Lakkrísduft

  1. Blandið marsipani, kanil, lakkrísdufti og kaffi vel saman. Geymið í kæli í 15-20 mínútur.  Mótið 15 kúlur og setjið aftur inn í kæli.
  2. Brærið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og leggið á smjörpappír og stráið smá af lakkrísdufti yfir þær. Geymið í kæliskáp þar til súkkulaðið hefur harðnað. Berið marsipankúlurnar fram kaldar.

41 comments

  1. Afþví ég er með of lágan blóðþrýsting og þarf lakkrís til að halda honum góðum!
    Svo er ég líka bara einn mesti lakkríssjúklingur sem ég þekki. Ég deili þessu áhugamáli með mömmu minni og langar til að gefa henni með mér af dýrindis lúxus lakkrís þegar ég kemst austur til hennar í jólafrí eftir prófin!

  2. Særún Magnea Samúelsdóttir

    ég ætti að vinna þar sem lakkrís er það sem veitir mér mesta hamingju, lang, lang, lang, lang bestur í heimi.

  3. Lára Rut

    Á mann sem hreinlega elskar lakkrís og allt lakkrís tengt, svo á hann bráðum afmæli, væri ekki slæmt að geta gefið honum eðal lakkrís 🙂

  4. Ragnheiður Jónsdóttir

    Kæmi sér vel í fertugs afmælið sem ég er að fara að halda – besti lakkrísinn

  5. Matthildur

    Ó hvađ þetta er allt saman fallegt…og hvađ mig langar mikiđ í. Ég er lakkrísdrottning međ meiru (eitthvađ sem bóndinn getur stađfest :)…en á alveg eftir ađ prófa þennan í þessum dásamlegu fallegu umbúđum 🙂

  6. Kristína Aðalsteins

    Mig langar í svona fínerí, vegna þess að ég hef aldrei skilið súkkulaðiást allra í kringum mig. En lakkrís, það skil ég!

  7. Kolbrún

    Mmmmmm þetta er nú bara konfekt fyrir augað og ekki verra að hægt sé að borða það líka. Lakkrís finnst mér bestur í heimi en hef ekki verið svo heppin að fá að bragða þennan svo það yrði nú bara toppurinn á tilverunni að vera dreginn út.

  8. Rakel

    Af því að lakkrís er í miklu uppáhaldi og myndi létta mér stundir í lestrinum fyrir jólaprófin 🙂

  9. Margrét

    Þetta lítur alveg dásamlega út. Ég hef aldrei smakkað svona og væri sko meira en til í það.
    Finnst lakkrís svo góður….

  10. Heiður Lilja Sigurðardóttir

    Þetta er örugglega alveg dásamlega gott og ekki skemmir hvað þetta er fallegt fyrir augað. Ég hef aldrei smakkað þetta góðgæti áður og væru því mikið til þennan glaðning 🙂

  11. Sunna

    Þessi lakkrís er í einu orði guðdómlegur. Ég er sjálf að byrja að fikra mig áfram í eldhúsinu og hef mikið fylgst með blogginu þínu og það væri algjört æði að sjá hvort mér tækist að búa til svona fallegt lakkrís konfekt 🙂

  12. Svava Hauksdóttir.

    Hef einu sinni bragðað þennan lakkrís og hann er yndislega góður. Ég hlakka til að kaupa hann í Epal þegar ég kem í jólasveinaferð til borgarinnar 🙂

  13. Jóhanna Stefánsdóttir

    Af því að lakkrís er eitthvað það besta sem ég fæ, Fékk smakk af gyltu kúlunum í gær og ummmmmmmmm !!!!!!

  14. Eva D.

    Ég á svo sem ekkert sérstaklega skilið þennan lakkrís en hann elsku pabbi minn sem gerir allt fyrir okkur 5 systkinin á bráðum afmæli og hann á svo sannarlega skilið smá eðallakkrís sem er í algjöru uppáhaldi hjá honum.

  15. Sif Heiða Guðmundsdóttir

    Eins og mér finnst lakkrís yndislega góður þá myndi mig langa til að gefa fólkinu mínu svona gómgæti í jólagjöf 🙂 eða amk bjóða uppá gæða lakkris um hátíðarnar 😉

  16. Signý Aðalsteinsdóttir

    Því lakkrís er NAMMIÐ og hef heyrt að þessi lakkrís sé svo góður. Finnst líka áhugavert að prófa öðruvísi lakkrís en þennan íslenska og sérstaklega svona hágæða lakkrís. Síðan myndi ég hiklaust deila þessu með systrum mínum sem eru jafn sjúkar í lakkrís og ég, ef ekki meira! 🙂 Takk! 🙂

  17. Halldóra Ingimarsdóttir

    Klárlega að prófa þessa uppskrift við tækifærið….hljómar alltof girnlega til þess að prófa hana ekki 🙂

  18. Dagrún Jónasdóttir

    Af því ég ELSKA lakkrís og það virðist vera ættgengt. Mig langar því til að eignast svona hágæða lakkrís og bjóða fjölskyldunni með mér 🙂
    Svo er hann svo fallegur og mun líta vel út í fallegu iittala nammi-skálunum inn í stofu yfir jólin 😉
    Vonandi verð ég heppin! Kv. Dagrún

  19. Berglind Björgúlfsdóttir

    Því lakkrís er æðislegur og maður minn elskar hann svo ég myndi vilja gefa honum lakkrísin 🙂 🙂

  20. Greta

    Af því að þetta er langsamlega besti lakkrís sem ég hef á ævinni smakkað.
    Sá jólalakkrísinn í Epal um daginn og langaði svoooo mikið að smakka 😉

  21. Hugborg

    Það væri gaman að bjóða fjölskyldunni upp á hágæða lakkrís með blöndu af hvítu súkkulaði og lakkrís, bara getur ekki klikkað 😉

  22. Guðlín Steinsdóttir

    Jólin yrðu fullkomnuð með svona gæða lakkrís um hönd. Með þakklæti og auðmýkt vonast ég til að fá svarta undrið í gjöf.

  23. Heiða Hrönn Sigfúsdóttir

    Nammmm ég fæ bara vatn í munninn, miðað við lýsingarnar hjá þér þá bara hlýtur lakkrísinn að vera góður. Væri alveg til í smá smakk….

  24. Harpa

    Að því að ég borða sjálf ekki lakkrís en þetta er uppáhalds sælgæti mömmu minnar. Hún á svo sannarlega skilið að fá góðan lakkrís vegna þess að hún er búin að hjálpa mér ótrúlega mikið á meðan ég er í skólanum, getur þá lagst í sófann og bragðað á góðum lakkrís þegar skólinn fer að klárast á næstu vikum 🙂

  25. Ingibjörg

    Vá hvað ég væri til í svona…. hef mikinn tíma til að prufa mig áfram í eldhúsinu þar sem ég er í fæðingarorlofi og á svo yndislega stilta dömu sem leifir mömmu að vesenast í tilraunagerð í eldhúsinu 🙂

  26. Íris Kristinsdóttir

    Ég hef lengi dreymt um að kaupa þennan lakkrís og smakka en hef aldrei látið verða að því. Lakkrís er það besta sem ég veit um og væri yndislegt að fá að smakka þennan fallega lakkrís frá honum Johanni vini okkar.

  27. kolbrún unnarsdóttir

    Gæða lakkris það er eitthvað sem ég ver að prófa, ég er svo mikill lakk-grís

  28. Björg Sigurðardóttir

    Ég væri svo sannarlega til í að smakka þennan flotta lakkrís 🙂 Ég hef samt ekki gott af of miklum lakkrís en held ég myndi slá í gegn í vinnunni ef ég myndi mæta með svona til að gleðja vinnufélagana 🙂

  29. Vinningshafar í Lakridsleik GulurRauðurGrænn&salt og Epal

    Linda Jóhannsdóttir Sit heima með lítinn lasarus sem er 5 vikna og vill lítið sofa nema þá í mömmufangi. Væri yndislegt að geta gæt sér á dönskum gæðalakkrís á meðan maður vafrar um netið með annari hendini og undirbýr jólin í huganum

    Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Lakkrísinn er bæði bragðgóður og fagur. I love it!

    Berglind Hrönn Einarsdóttir Hef ekki smakkað þennan lakkrís, en væri mikið til í það því mér finnst lakkrís dásamlegur!

    Harpa (af http://www.gulurraudurgraennogsalt.com)
    Þetta er uppáhalds sælgæti mömmu minnar. Hún á svo sannarlega skilið að fá góðan lakkrís vegna þess að hún er búin að hjálpa mér ótrúlega mikið á meðan ég er í skólanum, getur þá lagst í sófann og bragðað á góðum lakkrís þegar skólinn fer að klárast á næstu vikum

    Hugrún Ósk (af http://www.gulurraudurgraennogsalt.com)
    Mig vantar svona fallegt í líf mitt.

Skildu eftir svar við Íris Kristinsdóttir Hætta við svar