GulurRauðurGrænn&salt

GulurRauðurGrænn&salt

Matur í lit

Aðalvalmynd

Skip to content
  • Allar uppskriftir
  • Um mig

Efnisorð: Kjúklingaréttur

Show Grid Show List

Leiðarkerfi færslu

Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu

29.10.2013 af Berglind

Ef ég þarf að velja kvöldmat sem smellpassar fyrir alla aldurshópa og vekur lukku hjá öllum, er það þessi sem kemur oftast upp í hugann. Ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem fellur ekki kylliflöt fyrir þessum frábæra súrsæta kjúklingarétti. Hann er klárlega á topptíu lista GulurRauðurGrænn&salt ef ekki toppfimm..svei mér þá! Súrsætur kjúklingaréttur 3 kjúklingabringur salt og pipar ca. 180-200 g hveiti 3 egg, léttþeytt 60 ml olía 130 g sykur 4 msk tómatsósa 60 ml hvítvínsedik 60 […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur • Tags: einfalt, kúklingur sem bræðir hjörtu, Kjúklingaréttur, kjúklingur, súrsæt sósa, súrsætt, sweet and sour, sweet and sour sósa, uppskrift

1

Piccata kjúklingur

26.9.2013 af Berglind

Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að þið prufið! Piccata kjúklingur fyrir 2-3 2 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum salt og pipar hveiti 6 msk smjör 5 msk ólífuolía 80 ml sítrónusafi […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur • Tags: einfalt, fljótlegt, Kjúklingaréttur, kjúklingur, piccata

Færðu inn athugasemd

Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý

4.9.2013 af Berglind

Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk þolir í þeim efnum. Réttinn er bæði auðvelt og fljótlegt að gera og um að gera að nota það grænmeti sem þið eigið í ísskápnum […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur, Lágkolvetna fæði • Tags: einfalt, fljótlegt, grænmeti, hnetur, karrý, Kjúklingaréttur, rautt karrý, thai, thailand

2

Fimm stjörnu kjúklingaréttur

8.8.2013 af Berglind

Þessi kínverski kjúklingaréttur er hollur, fallegur og ferskur og frábær á kvöldum þegar okkur langar í eitthvað dásamlegt. Þrátt fyrr að hráefnalistinn sé í lengra lagi í þetta sinn er hann bæði fljótlegur og einfaldur í gerð. Auðvelt er að breyta uppskriftinni og tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum. Borðbúnaður Indiskaa Kínverskur kjúklingaréttur með brokkolí ca. 500 g kjúklingabringur, skornar í tenginga 4 vorlaukar, skornir þunnt 3 hvítlauksrif, pressuð 3 cm engiferbútur, rifinn 1 msk soyasósa 2 […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur, Lágkolvetna fæði • Tags: ferskt, fljótlegt, hollt, Kjúklingaréttur, kjúklingur og brokkolí, stir fry, Wok

1

Sólskinskjúklingur

10.5.2013 af Berglind

Það eru réttir eins og þessir sem veita mér mesta ánægju í eldamennskunni. Réttir sem eru svona fallegir á litinn, gaman að meðhöndla og lykta eins og sumarið. Þessi gómsæti kjúklingaréttur er sumarið! Hann er súperhollur, það tekur enga stund að útbúa hann og hann rennur sérstaklega ljúflega niður með kældu hvítvíni. Gleðilegt sumar..aftur! Sólskinskjúklingur  1/4 bolli ólífuolía 4 hvítlauksrif, fínt söxuð 2 msk sykur 2 sítrónur, safi úr annarri en hin skorin í sneiðar 2 appelsínur, safi úr annarri […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur • Tags: Kjúklingaréttur, kjúklingur, sítruskjúklingur

Færðu inn athugasemd

Kjúklingur í basil rjómasósu

12.4.2013 af Berglind

Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í matvinnsluvél) 4 kjúklingabringur 3 msk smjör 1 -2 hvítlaukrif, pressuð 1/2 bolli kjúklingakraftur (eða 1/2 bolli vatn og 1 kjúklingateningur) 1 1/2 bolli rjómi 1/2 […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur • Tags: basil rjómasósa, einfalt, fljótlegt, Kjúklingaréttur, kjúklingur, rjómasósa

Færðu inn athugasemd

Pad thai með kjúklingi

6.3.2013 af Berglind

Thailenskur matur og eldamennska býður uppá svo margt sem hentar okkar lífsstíl. Hann er yfirleitt fljótlegur, bragðgóður og hægt að stútfylla hann af grænmeti að eigin vali. Þessi Pad Thai réttur er snilldarréttur sem hentar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þó hráefnalistinn sé í lengra lagi látið það ekki stoppa ykkur því undirbúningstíminn undir 30 mínútum og verðlaunin fái þið þegar þið takið fyrsta munnbitann. Pad thai með kjúklingi fyrir 4 450 g hrísgrjónanúðlur (eða núðlugerð að eigin vali) 3-4 kjúklingabringur Marinering […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur, Pasta • Tags: kjúklinganúðlur, Kjúklingaréttur, núðlur, Pad thai

2

Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín

11.2.2013 af Berglind

Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar. Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda einföld máltíð, holl, ódýr og hreint út sagt frábær á bragðið. Hér fara kjúklingaleggirnir í sparibúning. Olía, sítróna, sítrónusafi,rósmarín og hvítlaukur Litríkt og fallegt! Girnó […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur, Lágkolvetna fæði • Tags: einfaldur kjúklingur, fljótlegt, góður kjúklingarréttur, hollt, kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín, Kjúklingaréttur, lágkolvetna máltíð, sumarlegur kjúklingur

1

Heimsins besti kjúklingur

25.1.2013 af Berglind

Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum. Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur og ótrúlega bragðgóður kjúklingur með sætu sinnepsbragði. Hentar vel bæði hversdags sem og um helgar. Frábær máltíð með stóru F-i! Heimsins besti kjúklingur 4 kjúklingabringur 1/2 bolli (100 ml) dijon sinnep 1/4 bolli hlynsýróp 1 msk rauðvínsedik salt og pipar […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur • Tags: 5 hráefna kjúklingaréttur, besti kjúklingarétturinn, besti kjúklingurinn, fljótlegur kjúklingaréttur, fljótlegur kvöldmatur, góður kjúklingur, Kjúklingaréttur

19

Kjúklingur með tómötum og mozzarella

19.12.2012 af Berglind

Hér kemur uppskrift að kjúklingarétti sem ég gerði úr því sem var til í ísskápnum í þetta sinn. Ég bar hann fram með ofnelduðum sætkartöflum og döðlum ásamt klettasalati. Eg bjó til brauðmylsnu með því að rista 2 brauðsneiðar og setti þær í matvinnsluvél, en þið getið að sjálfsögðu keypt tilbúna út í búð. Voða ljúft, gott og einfalt. Kjúklingur með tómötum og mozzarella 2 kjúklingabringur salt og pipar ólífuolía 1 bolli hveiti brauðmylsnur 1-2 egg, pískuð 1 kúla ferskur […]

Efnisflokkar: Fljótlegt, Kjúklingur • Tags: fljótlegur kjúklingaréttur, Kjúklingaréttur, kjúklingur með mozzarella, kjúklingur með tómötum

4

Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana

3.10.2012 af Berglind

Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki í það er hægt að kaupa grillaðar paprikur í krukku, jafnvel eggaldin. Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana 2 eggaldin, skorin í tvennt 3 rauðar paprikur, kjarnahreinsaðar […]

Efnisflokkar: Kjúklingur, saumaklúbbsréttir • Tags: fljótlegt, grillað eggaldin, grilluð paprika, Kjúklingaréttur, kvöldmatur, mozzarella

2

Leiðarkerfi færslu

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Facebook

Uppskriftaflokkar

Boozt & drykkir Brauð & samlokur Bröns Eftirréttir & ís Fiskur Fljótlegt Forréttir Gestabloggarinn Grænmetisréttir Hollara nammi Hráfæði Jólin Kjöt Kjúklingur Kokteilar Kökur & smákökur Lágkolvetna fæði Meðlæti Morgunmatur Nammi Pasta pitsur Salat saumaklúbbsréttir Snarl Sætt Súpur Ýmislegt

Mest lesið

Stökkir súkkulaði & karmellubitar
Sumardrykkurinn Basil Gimlet
Lakkrískubbar
Döðlu & ólífupestó
Heimagerð Dukkah
Fræhrökkbrauðið góða
Karmellukjúklingur

Instagram myndir

There was an error retrieving images from Instagram. An attempt will be remade in a few minutes.

Bloggaðu hjá WordPress.com.
Hætta við