Um mig


Velkomin á litríku og ljúffengu síðuna mína GulurRauðurGrænn&salt!
cover
Hér finnið þið uppskriftir að mat í lit..gulur, rauður og grænn því fleiri litir því betra. Uppskriftir sem ég hef prófað, margar þróað og verið ánægð með!

Ég sjálf heiti Berglind og er eiginkona, 4 barna móðir og hjúkka. Á heimilinu mínu er mikið fjör og mikið gaman, en í eldamennskunni fæ ég smá „me time“ (þó oftast umkringd börnum).

Maturinn sem ég elda er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur..en að sjálfsögðu bregður maður einstaka sinnum útaf vananum þar og sukkar smá….það má!

Á síðunni finnið þið fullt af uppskriftum sem eru einfaldar og fljótlegar og síðan nokkrar sem taka lengri tíma og kalla á rauðvínsglas og góða tónlist meðan dundað er við eldamennskuna.

Synir mínir hafa verið sérstakir aðstoðarmenn í eldhúsinu og tekið að sér dómarahlutverkið þegar ákveða skal hvaða réttir fá að fara inn. Ef uppskriftirnar reynast ekki ásættanlegar kenni ég þeim um!

Kæru matgæðingar, skoðið, eldið, smakkið, njótið og gefið ykkar álit. Það er svo miklu skemmtilegra….og við viljum sko hafa það skemmtilegt!
Ef þið hafið frá einhverju skemmtilegu að segja eða eruð jafnvel með ómissandi uppskrift sem þið viljið deila með okkur hinum ekki hika við að senda mér tölvupóst á netfangið Beggagumm@gmail.com ég mun bara elska það! Öll myndartaka og uppsetning síðunnar er í mínum höndum. Vinsamlegast hafið samband við mig ef ykkur langar að birta uppskrift af síðunni.

 

13 comments

 1. Karin Elmarsdóttir

  Innilega til hamingju með þessa flottu síðu;) kær kveðja Karin úr Lofnarbrunni 20

 2. Beta - marsmamma

  Þetta er ótrúlega flott síða hjá þér Berglind. Hlakka til að prufa að elda af henni og ég mun svo sannarlega lofa að gefa álit. Eins og þú segir, það er bara svo miklu skemmtilegra 🙂

 3. Berglind mín, þetta er allt svooooooo girnilegt – flottar myndirnar og ánægjulegt að sjá spínat jarðaberja uppskriftina á síðunni. það verður bara gaman að fá tækifæri til að vera gestaskrifari.

 4. Bakvísun: krakkavæni kornflexkjúklingurinn | Siggalund

 5. Bakvísun: Himnesk humarpizza | Siggalund

 6. Sæl… er mikil áhugamanneskja um mat og þvílíkt skemmtilegt að finna svona flottar síður 🙂 Ég vil samt benda þér á að tengilinn inn á ensku útgáfuna sem er hér að ofan virkar ekki :p

  • Kærar þakkir fyrir það,
   Ég hætti með hana nýlega þar sem að íslenska síðan og allt í kringum hana var farið að taka það mikinn tima að ég náði ekki að sinna þeirri erlendu nægilega vel. Ég tek linkinn út – takk fyrir ábendinguna og njóttu GulurRauðurGrænn&salt 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s